Karl Blöndal

Karl Blöndal skrifaði fyrst í Morgunblaðið árið 1982 þegar hann var fréttaritari í Vestur-Berlín og hefur tengst blaðinu alla tíð síðan fyrir utan eitt ár, sem hann starfaði á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hann hefur verið aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2000.

Yfirlit greina

Hópmálsókn gegn Volkswagen

4.11. Hópmál var höfðað gegn Volkswagen í Þýskalandi í vikunni vegna útblásturssvindlsins sem komst upp fyrir þremur árum. Nái málið fram að ganga er búist við að tugþúsundir viðskiptavina taki þátt í málsókninni. Meira »

Góður leikur Íslands sló Finna út af laginu

6.9.2017 Henrik Dettmann, þjálfari finnska landsliðsins, sagði að góður leikur íslenska landsliðsins í kvöld hefði truflað taktinn hjá því finnska. Það væri ósanngjarnt að segja að við höfum spilað illa, sagði hann. Þeir spiluðu vel. Meira »

Óttaðist erfiðan andstæðing

5.9.2017 Igor Kokoskov, þjálfari Slóveníu, sagði að erfitt væri að leika við Ísland eftir sigurinn í dag: „Ísland spilar liðsbolta, léttleikandi, án stress, þeir spila saman, spila fast og eru hvattir áfram af sínum stuðningsmönnum. Ef maður tekur þá ekki alvarlega á maður langar 40 mínútur fram undan.“ Meira »

Þriðji sigur Slóvena

3.9.2017 Slóvenar unnu nauman sigur á Grikkjum í öðrum leik dagsins í riðli Íslendinga á Evrópumeistaramótinu í körfubolta í Finnlandi. Slóvenar hafa unnið alla leiki sína og eru efstir í riðlinum. Meira »

„Þeir gefast aldrei upp“

3.9.2017 Vincent Collet, þjálfari Frakka, og Edwin Jackson, skotbakvörður franska liðsins, hrósuðu íslenska liðinu í hástert á blaðamannafundi eftir leik Frakklands og Íslands í Evrópukeppninni í körfubolta í Finnlandi. „Þeir gefast aldrei upp,“ sagði franski þjálfarinn. Meira »

Sparihliðin í einn leikhluta

1.9.2017 Eins erfitt og það getur verið að horfa á íslenska landsliðið í körfubolta þegar illa gengur er magnað að fylgjast með því þegar það kemst á skrið. Það gerðist í öðrum leikhluta leiksins gegn Grikklandi í gær. Meira »

„Það er gott að vinna fyrsta leik“

31.8.2017 „Það er gott að vinna fyrsta leik,“ sagði Evangelos Mantzaris, leikmaður gríska landsliðsins í körfubolta, eftir sigurinn á Íslandi, 61:90, í Helsinki í dag. „Þetta var slæmt í öðrum leikhluta, en í þriðja leikhluta tókum við þessu af alvöru, héldum okkur við leikáætlunina og þess vegna sigruðum við stórt.“ Meira »

Einn góður fjórðungur ekki nóg

31.8.2017 „Það er ekki nóg að spila einn góðan fjórðung á móti liði eins og Grikklandi,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, eftir tapið á móti Grikkjum. „Við náðum að sýna tennurnar og spiluðum vel, sérstaklega í öðrum leikhluta og fórum inn í leikhlé með ágætisstöðu, en þetta er erfitt lið að spila á móti og við gerðum of mikið af mistökum í dag til að eiga séns á að vinna.“ Meira »

Sýndum okkar bestu hliðar

6.9.2017 Vonbrigði voru Jóni Arnóri Stefánssyni efst í huga eftir ósigurinn gegn Finnum (83:79) á blaðamannafundi eftir leikinn, en um leið sagði hann að í dag hefði liðið sýnt sínar bestu hliðar. Craig Pedersen, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundinum að það ætti ekki að koma á óvart að Ísland hefði tapað öllum sínum leikjum á tveimur stórmótum í röð, það teldust frekar undur og stórmerki í hvað mörgum þeirra Ísland hefði átt möguleika til að ná sigri á lokamínútunum, sérstaklega í Berlín. Meira »

Góðir sprettir gegn frábæru liði

5.9.2017 „Mér fannst við eiga nokkra góða spretti á móti frábæru liði, sem er með mjög, mjög hæfileikaríka og góða leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir tapleikinn gegn Slóveníu. „Þetta er hágæðalið, þeir gætu spilað til verðlauna, hver veit.“ Meira »

„Íslenska liðið barðist vel“

5.9.2017 „Íslenska liðið barðist vel,“ sagði Goran Dragic, bakvörður slóvenska landsliðsins eftir sigurinn á Íslandi, 102:75. „Maður sá það í fyrstu þremur leikjunum. Það er mikil hreyfing á liðinu, þeir stinga sér í gegn, láta boltann ganga vel og maður er alltaf á hælunum á móti þeim. Það er erfitt.“ Meira »

„Stoltur af hvernig við börðumst,“

3.9.2017 Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Frakklandi að hann væri stoltur af því hvernig liðið hefði barist, en hæfileikaríkt lið Frakka hefði á endanum náð yfirráðum á vellinum og sigrað. Meira »

Frakkar hrósa stuðningsmönnunum

3.9.2017 Íslenskir áhorfendur eru skilgreiningin á alvöru stuðningsmönnum, að mati Edwins Jacksons, bakverði franska landsliðsins í körfubolta, og sagði hann á blaðamannafundi eftir leikinn að það hefði verið ansi tómlegt í salnum án þeirra. Þjálfari franska liðsins sagði íslenska áhorfendur stórkostlega. Meira »

Frækinn sigur Finna

31.8.2017 Finnar unnu í kvöld frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Frakka í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í körfubolta, sem fram fer í Finnlandi. Frakkar leiddu lengstum í leiknum, en í lok fjórða leikhluta var jafnt og þurfti framlengingu til að gera út um leikinn. Þar reyndust Finnar sterkari og unnu að lokum með tveimur stigum, 86:84. Meira »

„Þeir refsuðu okkur“

31.8.2017 „Þeir refsuðu okkur þegar þeir unnu boltann,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, á blaðamannafundi eftir tapið gegn Grikkjum í fyrsta leik Íslands í Evrópumótinu í Finnlandi. „Þegar við misstum boltann nýttu þeir hraðaupphlaupin mjög vel [...] Það er ekki vænlegt til árangurs á móti liði eins og Grikklandi að hitta aðeins úr tveimur af 23 þriggja stiga tilraunum.“ Meira »

Sýknuð eftir átta ára þrautagöngu

5.4.2015 Amanda Knox var dæmd í fangelsi ásamt kærasta sínum fyrir að hafa myrt sambýliskonu sína. Saksóknari lagði fram kenningar um djöfladýrkun og afbrigðilegar athafnir, sem voru bergmál frá rannsókn hans á raðmorðum Skrímslisins frá Flórens á liðinni öld og voru meira í ætt við skáldskap en veruleika. Meira »