Óstöðvandi á skíðum frá þriggja ára aldri

Vetraríþróttir | 8. febrúar 2020

Óstöðvandi á skíðum frá þriggja ára aldri

Garðar Hrafn Sigurjónsson var ungur að aldri þegar hann fór fyrst á skíði. Hann fann strax að fjöllin voru staðurinn fyrir hann og hvetur alla til að skoða þann valmöguleika að upplifa náttúru Íslands á fjöllum. 

Óstöðvandi á skíðum frá þriggja ára aldri

Vetraríþróttir | 8. febrúar 2020

Garðar Hrafn segir ómótstæðilega gaman á fjöllum.
Garðar Hrafn segir ómótstæðilega gaman á fjöllum.

Garðar Hrafn Sigurjónsson var ungur að aldri þegar hann fór fyrst á skíði. Hann fann strax að fjöllin voru staðurinn fyrir hann og hvetur alla til að skoða þann valmöguleika að upplifa náttúru Íslands á fjöllum. 

Garðar Hrafn Sigurjónsson var ungur að aldri þegar hann fór fyrst á skíði. Hann fann strax að fjöllin voru staðurinn fyrir hann og hvetur alla til að skoða þann valmöguleika að upplifa náttúru Íslands á fjöllum. 

Garðar Hrafn starfar sem skíðaleiðsögumaður fyrir Asgaard-Beyond-fjallaleiðsögufyrirtækið. Hann hefur unnið við skíðaleiðsögn undanfarin sjö ár og við ævintýraleiðsögn síðastliðin átján ár. Ævintýraleiðsögn er samheiti yfir flúða-, fjalla-, sjókajak-, klifur-, göngu- og hjólaleiðsögn.

Garðar Hrafn fann fljótt að fjöllinn voru staðurinn fyrir hann.
Garðar Hrafn fann fljótt að fjöllinn voru staðurinn fyrir hann.

„Tildrög þess að ég starfa við það sem ég geri í dag er vafalaust vegna þess að mamma og pabbi fóru með mig á skíði á sínum tíma þegar ég var einungis þriggja ára og hef ég verið óstöðvandi á skíðum síðan.

Frá því ég man eftir mér hefur útivist og fjöllin kallað á mig. Í raun líður mér best á fjöllum.“

Aðspurður hvenær sé best að byrja á skíðum svarar hann því til að það sé aldrei of seint að byrja, en fólk ætti að reyna að fara af stað sem fyrst.

„Að fara á skíði með leiðsögumanni gefur fólki tækifæri til að víkka þægindarammann. Ögra sér svolítið og uppskera frábæran dag á fjöllum undir leiðsögn.“

Garðar Hrafn kennir m.a. fjallaskíðanámskeið og snjóflóðaleit og björgun í fjallaskíðaumhverfi. „Ég kenni einnig námskeið sem veita fólki réttindi til að verða jöklaleiðsögumenn, eftir stöðlum Félags fjallaleiðsögumanna (AIMG). Um þessar mundir er ég einnig að kenna jökla- og fjallamennsku, fög hjá Keili, ævintýraleiðsögn sem og hjá Lýðskólanum á Flateyri.“

Garðar Hrafn kennir námskeið sem veitir fólki réttindi til að …
Garðar Hrafn kennir námskeið sem veitir fólki réttindi til að verða jöklaleiðsögumenn.

Garðar Hrafn segir hvern einasta dag á skíðum vera efni í góða sögu sem endar vel.

„Við hjá Asgard Beyond þjónustum litla hópa á fjöllum, bæði vana einstaklinga en einnig fjölskyldur sem vilja upplifa hráa náttúruna saman. Það er einnig hægt að fá leiðsögn hjá mér sem er sérhæfðari á fjallaskíðum og þyrluskíðum á Norðausturlandi og Vestfjörðum.

Það er alltaf áhugavert að ferðast um fjöll og firnindi með góðu fólki. Að takast á við móður náttúru af festu og öryggi og sjá allt sem hún hefur upp á að bjóða.

Það skiptir mig miklu máli að við séum að einbeita okkur að því að veita góða og örugga upplifun sem mun varðveitast í huga fólks um ókomna tíð og gefa þannig fólki tækifæri á að upplifa náttúruna í gegnum einstakling eins og mig sem hef alltaf verið á fjöllum.“

Að takast á við móður náttúru af festu skiptir máli …
Að takast á við móður náttúru af festu skiptir máli að sögn viðmælanda.
mbl.is