„Við erum ekki skepnur“

Á flótta | 16. september 2020

„Við erum ekki skepnur“

Sex ungir Afganar, þar á meðal tvö börn, verða væntanlega ákærðir fyrir að hafa kveikt í flóttamannabúðunum Moria á grísku eyjunni Lesbos í síðustu viku. Enginn þeirra er yfir tvítugt og hafa tveir þeirra, báðir 17 ára gamlir, verið fluttir frá eyjunni til meginlandsins ásamt hópi fylgdarlausra barna sem bjuggu í búðunum á Lesbos.

„Við erum ekki skepnur“

Á flótta | 16. september 2020

Sex ungir Afganar, þar á meðal tvö börn, verða væntanlega ákærðir fyrir að hafa kveikt í flóttamannabúðunum Moria á grísku eyjunni Lesbos í síðustu viku. Enginn þeirra er yfir tvítugt og hafa tveir þeirra, báðir 17 ára gamlir, verið fluttir frá eyjunni til meginlandsins ásamt hópi fylgdarlausra barna sem bjuggu í búðunum á Lesbos.

Sex ungir Afganar, þar á meðal tvö börn, verða væntanlega ákærðir fyrir að hafa kveikt í flóttamannabúðunum Moria á grísku eyjunni Lesbos í síðustu viku. Enginn þeirra er yfir tvítugt og hafa tveir þeirra, báðir 17 ára gamlir, verið fluttir frá eyjunni til meginlandsins ásamt hópi fylgdarlausra barna sem bjuggu í búðunum á Lesbos.

Allt frá upphafi hafa grísk yfirvöld haldið fram að kveikt hafi verið í Moria-búðunum og þar með hafi rúmlega 12 þúsund flóttamenn og hælisleitendur misst heimili sín. Í morgun voru 13 hælisleitendur handteknir á eyjunni Samos eftir að eldur kviknaði í nágrenni flóttamannabúða á eyjunni. Þar búa yfir 4.700 flóttamenn. Flestir þeirra voru látnir lausir fljótlega en enn bíða einhverjir yfirheyrslu. 

Unnið hefur verið að því í þessari viku að koma upp bráðabirgðabúðum á Lesbos sem að sögn Ylvu Johansson, sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, er ætlað að hýsa allt að níu þúsund manns. Um tjaldbúðir er að ræða. 

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti útlendingamála eru 1.200 flóttamenn nú þegar komnir í nýju búðirnar. Von er á að tvö þúsund bætist við í kvöld. Af þeim eru 35 einstaklingar sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Þúsundir hafa sofið á götum úti undanfarna viku og hafa ekkert aðgengi að hreinlætisaðstöðu og lítið af mat. Meðal þeirra eru fjölskyldur, gamalmenni og nýfædd börn.

„Þetta er 21. öldin! Matvöruverslanir eru lokaðar, það eru engin salerni. Við erum ekki skepnur,“ segir Ange, 23 ára hælisleitandi frá Kongó, í viðtali við AFP-fréttastofuna. Hann er menntaður vélaverkfræðingur. 

Búið er að aflétta lokunum vegna kórónuveirunnar í flóttamannabúðum á eyjunum Chios og Kos en þær hafa verið lokaðar mánuðum saman. Þær eru aftur á móti enn í gildi á Samos og Leros þar sem íbúar í flóttamannabúðum þar hafa greinst með COVID-19-smit. 

Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs ESB, flaug til Lesbos eftir viðræður við forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, í Aþenu. Hann hvetur önnur aðildarríki ESB til að taka á sig meiri ábyrgð gagnvart málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Þjóðverjar hafa boðist til þess að taka við 1.553 flóttamönnum frá Grikklandi auk 150 fylgdarlausra barna frá Moria. 

Frakkar hafa heitið því að taka við 150 fylgdarlausum börnum sem voru í Moria en samanlagt hafa hin 25 ríkin tekið að sér 100 fylgdarlaus börn. 

mbl.is