Ekki fallist á sjónarmið um kynfæralimlestingar

Flóttafólk á Íslandi | 29. september 2020

Ekki fallist á sjónarmið um kynfæralimlestingar

Kærunefnd útlendingamála féllst ekki á nýjar málsástæður egypsku fjölskyldunnar varðandi kynfæralimlestingar, að því er má lesa af úrskurði nefndarinnar sem mbl.is hefur undir höndum.

Ekki fallist á sjónarmið um kynfæralimlestingar

Flóttafólk á Íslandi | 29. september 2020

Dvalarleyfið var veitt vegna seinagangs.
Dvalarleyfið var veitt vegna seinagangs. mbl.is/Árni Sæberg

Kærunefnd útlendingamála féllst ekki á nýjar málsástæður egypsku fjölskyldunnar varðandi kynfæralimlestingar, að því er má lesa af úrskurði nefndarinnar sem mbl.is hefur undir höndum.

Kærunefnd útlendingamála féllst ekki á nýjar málsástæður egypsku fjölskyldunnar varðandi kynfæralimlestingar, að því er má lesa af úrskurði nefndarinnar sem mbl.is hefur undir höndum.

Er niðurstaða nefndarinnar sú að hinar nýju málsástæður um áhættu fjölskyldumeðlims á kynfæralimlestingum leiði ekki til þess að hún teljist hafa ástæðuríkan ótta við ofsóknir samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. 

Talið óljóst hvort fjölskyldan viti af málsástæðunni

Er einnig mat kærunefndarinnar að ekkert í málatilbúnaði eða framburði kærenda og barna þeirra eða í öðrum gögnum málsins hafi gefið tilefni til þess að stjórnvöld rannsökuðu að eigin frumkvæði áhættu á kynfæralimlestingum.

Var vikið að aðstæðum fjölskyldunnar í heimalandinu í því samhengi og tekið fram að óljóst væri hvort kærendur vissu af því að málsástæðan væri nú höfð uppi. Lögmaður fjölskyldunnar hafi sent nefndinni bréf 24. september 2020 þar sem kom fram að hann og kærendur hefðu ekki rætt kynfæralimlestingu.

Dvalarleyfi var veitt þar sem litið var svo á að niðurstaða hefði fyrst komið í málið nú, en ekki þegar kærunefndin staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar 24. september síðastliðinn. Því hefði tekið 2 ár að fá niðurstöðu í málið með tilkomu nýrra málsástæðna um hættu á kynfæralimlestingum, þar sem fölskyldan sótti fyrst um dvalarleyfi í ágúst 2018.

Samkvæmt 74. gr. útlendingalaga er heimilt að veita útlendingi alþjóðlega vernd hafi hann ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða eftir að umsóknin barst fyrst. Fresturinn er 16 mánuðir í málum einstaklinga undir 18 ára, samkvæmt reglugerðarákvæði sem tekið var til greina í málinu. Á grundvelli þess var því einum fjölskyldumeðlimi, sem nýju málsástæðurnar vörðuðu, veitt dvalarleyfi á grundvelli reglugerðarákvæðisins, og fjölskyldunni í kjölfarið vegna meginreglu um einingu fjölskyldunnar. 

Var litið svo á að nýtt reglugerðarákvæði ætti við í málinu, sem kveður á um heimild til verndar, hafi ekki niðurstaða fengist innan 16 mánaða í máli þess sem er undir 18 ára.

mbl.is