Í sóttkví þangað til á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 5. október 2020

Í sóttkví þangað til á morgun

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist ætla að vera í sóttkví þangað til á morgun eftir í ljós kom að hún hitti einhvern sem var smitaður af Covid-19.

Í sóttkví þangað til á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 5. október 2020

Ursula von der Leyen á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag.
Ursula von der Leyen á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag. AFP

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist ætla að vera í sóttkví þangað til á morgun eftir í ljós kom að hún hitti einhvern sem var smitaður af Covid-19.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist ætla að vera í sóttkví þangað til á morgun eftir í ljós kom að hún hitti einhvern sem var smitaður af Covid-19.

„Í samræmi við núgildandi reglur ætla ég að vera í sóttkví þangað til í fyrramálið. Niðurstaðan úr sýnatöku var neikvæð á fimmtudaginn og ég fer aftur í próf í dag,“ tísti hún.

Von der Leyen sagði að hún hefði fundað á fimmtudaginn með manneskju sem greindist jákvæð af Covid-19 í gær.

Í síðustu viku heimsótti hún Lissabon og ræddi þar við portúgalska embættismenn.

mbl.is