Nýtt afbrigði Covid ekki greinst á Íslandi

Kórónuveiran Covid-19 | 21. ágúst 2023

Nýtt afbrigði Covid ekki greinst á Íslandi

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem greinst hefur í fjórum löndum síðastliðna viku, ekki hafa greinst hér. Enn er verið að raðgreina Covid-smit á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með því hvort afbrigðið greinist hér.

Nýtt afbrigði Covid ekki greinst á Íslandi

Kórónuveiran Covid-19 | 21. ágúst 2023

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir.
Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem greinst hefur í fjórum löndum síðastliðna viku, ekki hafa greinst hér. Enn er verið að raðgreina Covid-smit á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með því hvort afbrigðið greinist hér.

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem greinst hefur í fjórum löndum síðastliðna viku, ekki hafa greinst hér. Enn er verið að raðgreina Covid-smit á Íslandi og heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með því hvort afbrigðið greinist hér.

Nýja afbrigðið af Covid-19 fannst nýverið og nefnist það BA.2.86. Hefur afbrigðið greinst í Ísrael, Danmörku og Bandaríkjunum en fylgst er náið með því vegna þeirra 30 genastökkbreytinga sem það ber.

Að sögn Guðrúnar er ekki mikið vitað um afbrigðið og einungis nokkur tilfelli sem hafa greinst. „Ástæðan fyrir því að verið er að vekja athygli á þessu eru þessar mörgu stökkbreytingar sem eru fleiri af því tagi sem fræðilega gæti valdið því að ónæmið yrði ekki eins öflugt. En þetta eru fræðilegar pælingar og það er ekkert annað sem hefur komið í ljós. Svo eru svo fá tilfelli að það er ekkert hægt að segja í rauninni eða spá eins og er,“ segir hún, spurð út í hvort þurfi að hafa áhyggjur af nýja afbrigðinu. Þá tekur hún fram að ekkert bendi til þess að einkenni séu alvarlegri meðal þeirra sem greinst hafa með afbrigðið en annarra Covid-sjúklinga.

Bætir hún við að fjölmörg afbrigði hafa komið fram frá því faraldurinn hófst og að það séu fleiri afbrigði sem auga er haft með. „Þetta er ekki orðið útbreitt en hvað verður veit maður ekki. Það eru önnur afbrigði miklu algengari,“ segir hún.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is