Stærsta breytingin síðan Ómíkron uppgötvaðist

Kórónuveiran Covid-19 | 19. ágúst 2023

Stærsta breytingin síðan Ómíkron uppgötvaðist

Danskur vísindamaður segir óeðlilegt fyrir kórónuveiru að stökkbreytast jafn mikið á jafn skömmum tíma.

Stærsta breytingin síðan Ómíkron uppgötvaðist

Kórónuveiran Covid-19 | 19. ágúst 2023

Vísindamenn hafa ekki séð svona mikla breytingu á kórónuveirunni, Covid-19, …
Vísindamenn hafa ekki séð svona mikla breytingu á kórónuveirunni, Covid-19, síðan ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist. AFP/Liu Jin

Danskur vísindamaður segir óeðlilegt fyrir kórónuveiru að stökkbreytast jafn mikið á jafn skömmum tíma.

Danskur vísindamaður segir óeðlilegt fyrir kórónuveiru að stökkbreytast jafn mikið á jafn skömmum tíma.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjast nú náið með nýju afbrigði kórónuveirunnar. Hugs­an­leg áhrif af­brigðis­ins eru enn óþekkt. CNN greinir frá.

„Það er óvenjulegt fyrir kórónuveiru að breytast svona mikið og með 30 nýjum genastökkbreytingum. Síðast þegar við sáum svona stóra breytingu var þegar Ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist,“ segir Morten Rassmussen, vísindamaður við Statens Serum Insitut, í gær. 

Afbrigðið fannst fyrst í Ísrael síðasta sunnudag. Síðan þá hafa fundist þrjú tilfelli í Danmörku og eitt í Bretlandi og eitt í Bandaríkjunum. 

Tilfellin í Danmörku eru óskyld en þau greindust í fólki sem býr hvert í sínum landshlutanum. 

Vísindamenn segja að ekki sé enn tilefni til þess að segja til um hvort þetta afbrigði sé mjög skætt, eða hversu hratt það gæti breiðst út.

mbl.is