Bólusett gegn kórónuveiru í apótekum í haust

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2023

Bólusett gegn kórónuveiru í apótekum í haust

Heilbrigðiseftirlit hefur gert samning við Lyfju um tilraunaverkefni, en í því felst að tvö apótek Lyfju munu annast bólusetningar gegn Covid-19.

Bólusett gegn kórónuveiru í apótekum í haust

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2023

Bólusett verður gegn Covid í tveimur apótekum Lyfju í haust.
Bólusett verður gegn Covid í tveimur apótekum Lyfju í haust. AFP/Christof Stache

Heilbrigðiseftirlit hefur gert samning við Lyfju um tilraunaverkefni, en í því felst að tvö apótek Lyfju munu annast bólusetningar gegn Covid-19.

Heilbrigðiseftirlit hefur gert samning við Lyfju um tilraunaverkefni, en í því felst að tvö apótek Lyfju munu annast bólusetningar gegn Covid-19.

Lyfjafræðingar munu þá annast bólusetningarnar og er markmiðið að þeir geti innt af hendi 5.000 bólusetningar á samningstímanum.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að markmið verkefnisins sé að létta álagi af heilbrigðisstofnunum og að efla hlutverk lyfjafræðinga innan heilbrigðiskerfisins.

Ráðuneytið efndi nýlega til námskeiða þar sem lyfjafræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir fengu kennslu í því að bólusetja. Tilraunaverkefnið sem á að hefjast í haust mun standa í hálft ár.

mbl.is