Fylgjast náið með nýju afbrigði af Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 18. ágúst 2023

Fylgjast náið með nýju afbrigði af Covid-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjast nú náið með nýju afbrigði af Covid-19. Hugsanleg áhrif afbrigðisins eru enn óþekkt. 

Fylgjast náið með nýju afbrigði af Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 18. ágúst 2023

Alþjóðaheilbrigðisstofnun fylgist nú grannt með nýju afbrigði Covid-19 veirunnar.
Alþjóðaheilbrigðisstofnun fylgist nú grannt með nýju afbrigði Covid-19 veirunnar. AFP/Liu Jin

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjast nú náið með nýju afbrigði af Covid-19. Hugsanleg áhrif afbrigðisins eru enn óþekkt. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjast nú náið með nýju afbrigði af Covid-19. Hugsanleg áhrif afbrigðisins eru enn óþekkt. 

Afbrigðið sem nefnist BA.2.86 er undir eftirliti WHO vegna yfir 30 genastökkbreytingum sem það ber, en hefur hingað til aðeins greinst í Ísrael, Danmörku og Bandaríkjunum. 

Dauðsföllum fækkað

Samkvæmt WHO greindust meira 1.4 milljónir nýrra tilfella Covid-19 á milli 17. júlí og 13. ágúst og voru um 2.300 dauðsföll tilkynnt.Samkvæmt skýrslu WHO hafa Covid-19 tilfelli því aukist um 63 prósent á meðan dauðsföllum hefur fækkað um 53 prósent á heimsvísu. 

Fleiri en 769 milljónir Covid-19 tilfella hafa verið staðfest frá upphafi faraldurs og fleiri en 6.9 milljónir dauðsföll, en talið er að tollur faraldursins sé talsvert meiri en sá sem tölurnar sýna vegna margra ógreindra tilfella.

mbl.is