Veirulyf kann að hafa valdið stökkbreytingu

Kórónuveiran Covid-19 | 26. september 2023

Veirulyf kann að hafa valdið stökkbreytingu

Veirulyf gegn kórónuveirunni, sem hefur verið mikið notað út um allan heim, kann að hafa valdið stökkbreytingu í veirunni, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Vísbendingar benda þó ekki til þess að stökkbreytingarnar hafi leitt til hættulegra afbrigða. 

Veirulyf kann að hafa valdið stökkbreytingu

Kórónuveiran Covid-19 | 26. september 2023

Molnúpíra­vírvar fyrsta lyfið við kórónuveirunni sem taka átti inn um …
Molnúpíra­vírvar fyrsta lyfið við kórónuveirunni sem taka átti inn um munn. AFP/MERCK & CO,INC

Veirulyf gegn kórónuveirunni, sem hefur verið mikið notað út um allan heim, kann að hafa valdið stökkbreytingu í veirunni, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Vísbendingar benda þó ekki til þess að stökkbreytingarnar hafi leitt til hættulegra afbrigða. 

Veirulyf gegn kórónuveirunni, sem hefur verið mikið notað út um allan heim, kann að hafa valdið stökkbreytingu í veirunni, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Vísbendingar benda þó ekki til þess að stökkbreytingarnar hafi leitt til hættulegra afbrigða. 

Lyfið molnúpíravír, frá lyfjafyrirtækinu Merck, var eitt af fyrstu lyfjunum sem kom á markað í baráttunni gegn Covid.

Lyfið, sem er tekið í gegnum munn yfir fimm daga tímabil, virkar aðallega þannig að það veldur stökkbreytingum í veirunni í þeim tilgangi að gera hana veikari og að lokum drepa hana. 

Ekkert sem bendir til hættulegri afbrigða

Höfundur nýrrar rannsóknar, Theo Sanderson hjá Francis Crick Institute í London, segir að þrátt fyrir stökkbreytingar þá sé ekkert sem sýni fram á að molnúpíravír hafi skapað hættulegri afbrigði sem hafi náð að dreifast hratt um heiminn. 

Hann tekur fram að engin afbrigði veirunnar, sem dreifuðust um allan heim á Covid-tímabilinu, eigi rætur að rekja til veirulyfsins. 

Það er aftur á móti afar erfitt, að mati Sanderson, að spá fyrir um það hvort meðferð með molnúpíravír gæti leitt til nýs afbrigðis, sem dreifst hratt, sem fólk er ekki þegar ónæmt fyrir. 

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir sem stóðu að henni fóru í gegnum gagnagrunna með yfir 15 milljónum raða erðfamengja af SARS-CoV-2, sem er veiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 

Tengja stökkbreytinguna við molnúpíravír 

Vísindamennirnir nýttu upplýsingarnar til að fylgjast með breytingum á því hvernig veiran stökkbreyttist á meðan heimsfaraldrinum stóð. Þeir tóku eftir stökkbreytingum í sjúklingum sem þeir tengja við notkun á molnúpíravír, að því er segir í umfjöllun AFP. 

Árið 2022, þegar lyfinu var ávísað í afar miklu magni, varð mikil aukning meðal sjúklinga sem greindust með fyrrgreindar stökkbreytingar, að því er fram kemur í rannsókninni. 

Þessi breyting fannst aðallega í þeim löndum þar sem lyfinu var ávísað í talsverðu mæli, s.s. í Bandaríkjunum, í Bretlandi. Ástralíu og í Japan. 

Slíkar stökkbreytingar voru mun sjaldgæfari í löndum þar sem lyfið hlaut ekki samþykki yfirvalda, eins og t.d. í Kanada og í Frakklandi. 

Merck gerðu athugasemdir

Forsvarsmenn Merck gerðu athugasemdir við rannsóknina sem þeir segj að byggi á tilviljunarkenndum tengingum á milli þess hvar og hvenær raðir erðfamengjanna voru tekin og skoðuð.

Merck heldur því fram að vísindamennirnir dragi síðan þá ályktun að umræddar stökkbreytingar tengist dreifingu á veirunni í gegnum sjúklinga sem fengu ávísað molnúpíravír, en án þess þó að leggja fram beinar sannanir. 

Sanderson vísar athugasemdum á bug

Sanderson vísar þessu á bug. En hann segir að vísindamennirnir hafi beitt aðferðarfræði til að sýna og sanna að molnúpíravír hafi vissulega ýtt undir þessar stökkbreytingar sem fyrr segir. 

Meðal annars hafi verið framkvæmd sérstök greining á gögnunum á Englandi, sem sýndi fram á að ríflega 30% stökkbreytinga hafi verið í einstaklingum sem höfðu tekið molnúpíravír. Rannsóknin sýndi enn fremur fram á að aðeins 0,04% landsmanna hafi fengið lyfinu ávísað árið 2022. 

Sanderson segir að önnur veirulyf virki ekki á sama máta og myndu því ekki valda slíkum stökkbreytingum eins og molnúpíravír gerir. 

mbl.is