Flugvirkjar ekki ósáttir við lendinguna

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2020

Flugvirkjar ekki ósáttir við lendinguna

„Það er ekki mikið að segja um þessi lög,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, um lögin, sem Alþingi samþykkti fyrir stundu. „Það sem fram í þeim kemur er auðvitað lögbann á verkfallið, en svo að deilan fari í gerðardóm ef ekki tekst að semja fyrir 4. janúar. Þetta eru leikreglurnar, við förum eftir því.“

Flugvirkjar ekki ósáttir við lendinguna

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2020

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands
Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

„Það er ekki mikið að segja um þessi lög,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, um lögin, sem Alþingi samþykkti fyrir stundu. „Það sem fram í þeim kemur er auðvitað lögbann á verkfallið, en svo að deilan fari í gerðardóm ef ekki tekst að semja fyrir 4. janúar. Þetta eru leikreglurnar, við förum eftir því.“

„Það er ekki mikið að segja um þessi lög,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, um lögin, sem Alþingi samþykkti fyrir stundu. „Það sem fram í þeim kemur er auðvitað lögbann á verkfallið, en svo að deilan fari í gerðardóm ef ekki tekst að semja fyrir 4. janúar. Þetta eru leikreglurnar, við förum eftir því.“

Guðmundur Úlfar segir að það hafi ekki komið flugvirkjum á óvart að ríkisstjórnin ákvað að leggja fram frumvarp til að binda enda á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Þar af leiðandi hafi það ekki komið á óvart að frumvarpið væri samþykkt og yrði að lögum.

„En við áttum ekki endilega von á því að það yrði útlistað í lögunum hvað tæki við ef ekki tækist að semja innan tímarammans. Við erum svo sem ekki ósáttir við þá lendingu, að fjallað verði um málið í gerðardómi ef ekki tekst að semja fyrir 4. janúar,“ segir Guðmundur Úlfar.

„Þetta hafði ekkert haggast“

Auðheyrt er á Guðmundi Úlfari að flugvirkjar töldu lítið annað í spilunum eftir að endi var bundinn á árangurslausar samningaviðræður á fimmtudagskvöld.

„Þetta hafði ekkert haggast. Og það var enginn vendipunktur í þessu í gær, eins og verið var að fjalla um á Alþingi. Það var ekkert af eða á í gær, þessi deila var búin að vera stopp allan þennan tíma. Má raunar frekar segja að í gær hafi málin pínulítið að hreyfast, en þó ekki þannig að það tæki að rofa til.“

Þá féllst ríkisvaldið á að semja til eins árs með með tengingu við núverandi samningsumhverfi flugvirkja, en það hafði ekki verið í myndinni fram að því. Flugvirkjar treystu sér hins vegar ekki til þess að semja til svo skamms tíma og lögðu til að samningurinn yrði gerður til þriggja ára, en á það féllust samningamenn ríkisins ekki.

mbl.is