Finnst pólitíkin svolítið hafa klikkað

Kórónukreppan | 17. mars 2021

Finnst pólitíkin svolítið hafa klikkað

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segist sakna umræðunnar um það hvernig sækja eigi fram eftir að heimsfaraldurinn gengur yfir. Allir átti sig á því að ekki megi bíða eftir viðspyrnu eftir kórónukreppuna, en tala verði skýrar um það hvar tækifærin liggi, hvernig auka skuli verðmætasköpun og eyða atvinnuleysi.

Finnst pólitíkin svolítið hafa klikkað

Kórónukreppan | 17. mars 2021

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segist sakna umræðunnar um það hvernig sækja eigi fram eftir að heimsfaraldurinn gengur yfir. Allir átti sig á því að ekki megi bíða eftir viðspyrnu eftir kórónukreppuna, en tala verði skýrar um það hvar tækifærin liggi, hvernig auka skuli verðmætasköpun og eyða atvinnuleysi.

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segist sakna umræðunnar um það hvernig sækja eigi fram eftir að heimsfaraldurinn gengur yfir. Allir átti sig á því að ekki megi bíða eftir viðspyrnu eftir kórónukreppuna, en tala verði skýrar um það hvar tækifærin liggi, hvernig auka skuli verðmætasköpun og eyða atvinnuleysi.

Hann segir við blasa að þar gegni ferðaþjónustan lykilhlutverki, en það þýði ekki að veðja á hana eina. „Við eigum að horfa í hvert einasta horn og hvern einasta kima, til þess að reyna að ná í og sækja þau tækifæri sem við höfum til þess að auka verðmætasköpun,“ segir Jens Garðar. „Þar finnst mér pólitíkin svolítið hafa klikkað.“

Í Dagmálum í dag ræðir Andrés Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, við þá Jens Garðar og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þar var bæði rætt um efnahagsástandið í stóru samhengi og lærdóma þess, en einnig hvaða leiðir væru vænlegastar úr því ástandi þegar farsóttinni linnti og smithætta liði hjá. Í því samhengi ræddu þeir jafnframt hvaða hlutverk bólusetningar léku, en eins grafalvarlegar afleiðingar þess ef þær létu á sér standa.

Dagmál má finna á mbl.is/dagmál en þau eru einungis opin áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is