Fékk sexfaldan skammt af Pfizer

Fékk sexfaldan skammt af Pfizer

23 ára ítölsk kona er undir eftirliti á sjúkrahúsi eftir að hafa fyrir mistök fengið sex skammta af bóluefni Pfizer.

Fékk sexfaldan skammt af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 10. maí 2021

Bóluefni Pfizer-BioNTech.
Bóluefni Pfizer-BioNTech. AFP

23 ára ítölsk kona er undir eftirliti á sjúkrahúsi eftir að hafa fyrir mistök fengið sex skammta af bóluefni Pfizer.

23 ára ítölsk kona er undir eftirliti á sjúkrahúsi eftir að hafa fyrir mistök fengið sex skammta af bóluefni Pfizer.

Fréttastofan AGI greindi frá þessu.

Ástand konunnar var gott eftir að hafa m.a. fengið parasetamól í kjölfar þessarar óhóflegu bólusetningar í gær.

Í stað þess að fá aðeins einn skammt sprautaðan í handlegginn notaði hjúkrunarfræðingurinn fyrir mistök bóluefni úr öllu lyfjaglasinu, sem jafngildir sex skömmtum.

Atvikið hefur verið tilkynnt til ítölsku lyfjastofnunarinnar.

Áður hefur verið greint frá of stórum skömmtum af bóluefni Pfizer í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Ísrael.

mbl.is