Gengur best á Norðurlandi og verst á Suðurnesjum

Bólusetningar við Covid-19 | 7. júlí 2021

Gengur best á Norðurlandi og verst á Suðurnesjum

Best gengur bólusetning gegn Covid-19 á Norðurlandi þar sem um 75% íbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu. Verst gengur á Suðurnesjum þar sem hlutfallið er um 64%. Um 70% höfuðborgarbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu.

Gengur best á Norðurlandi og verst á Suðurnesjum

Bólusetningar við Covid-19 | 7. júlí 2021

Bólusett í Laugardalshöll.
Bólusett í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Best gengur bólusetning gegn Covid-19 á Norðurlandi þar sem um 75% íbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu. Verst gengur á Suðurnesjum þar sem hlutfallið er um 64%. Um 70% höfuðborgarbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu.

Best gengur bólusetning gegn Covid-19 á Norðurlandi þar sem um 75% íbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu. Verst gengur á Suðurnesjum þar sem hlutfallið er um 64%. Um 70% höfuðborgarbúa hafa fengið fulla eða hálfa bólusetningu.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 

Alls hafa tæplega 450.000 skammtar af bóluefni gegn Covid-19 verið gefnir hérlendis en 232.162 einstaklingar eru fullbólusettir. Þá er bólusetning hafin hjá 30.328 einstaklingum til viðbótar. 

Langflestir skammtar voru gefnir í lok júnímánaðar en skammtafjöldinn hefur farið dalandi síðan þá, í takt við útbreiddari bólusetningu. Í gær fengu þó ríflega 8.000 manns bólusetningu á landsvísu. 

Sem fyrr hafa langflestir verið bólusettir með bóluefni Pfizer eða um 130.000 manns og 59.000 með bóluefni AstraZeneca. Ríflega 50.000 hafa fengið bóluefni Janssen og um 20.000 bóluefni Moderna.

mbl.is