Skuldir ríkissjóðs jukust um 20%

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2021

Skuldir ríkissjóðs jukust um 20%

Skuldir ríkissjóðs jukust um það bil um 20% á árinu 2020 að nafnvirði og urðu sem hlutfall af landsframleiðslu 78%. 

Skuldir ríkissjóðs jukust um 20%

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júlí 2021

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Ernir

Skuldir ríkissjóðs jukust um það bil um 20% á árinu 2020 að nafnvirði og urðu sem hlutfall af landsframleiðslu 78%. 

Skuldir ríkissjóðs jukust um það bil um 20% á árinu 2020 að nafnvirði og urðu sem hlutfall af landsframleiðslu 78%. 

Áætluð áhrif kórónukrepputengdra ráðstafana á ríkissjóð nema um 100 milljörðum árið 2020 eða um 3,3% af landsframleiðslu ársins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. 

Flest úrræði stjórnvalda sem ætlað var að vinna gegn áhrifum heimsfaraldurs Covid-19 fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur úrræði fólu í sér lægri tekjur fyrir ríkissjóð til dæmis vegna lægri skattheimtu.  

„Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar,“ segir í Hagsjá Landsbankans. 

Ljóst er að áhrif kórónuveirufaraldursins á rekstur ríksisjóðs Íslands hafi verið veruleg á síðasta ári eins og á ríkissjóði nágrannaríkja okkar. 

 Stærstu rekstrartilfærslur ríkissjóðs má sjá hér: 

mbl.is