Stefna á að gefa skammta fyrir 200.000 á árinu

Bólusetningar við Covid-19 | 20. júlí 2021

Stefna á að gefa skammta fyrir 200.000 á árinu

Útlit er fyrir að íslensk stjórnvöld geti á þessu ári gefið þróunarríkjum bóluefnaskammta gegn Covid-19 sem nægja til að fullbólusetja 200.000 manns. Þetta er mat stjórnvalda miðað við núverandi aðstæður. Ákveðið hefur verið hversu stórum hluta bóluefnaskammta á að halda hérlendis og verða umframskammtar sendir beint til þróunarríkja, án viðkomu á Íslandi.

Stefna á að gefa skammta fyrir 200.000 á árinu

Bólusetningar við Covid-19 | 20. júlí 2021

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að íslensk stjórnvöld geti á þessu ári gefið þróunarríkjum bóluefnaskammta gegn Covid-19 sem nægja til að fullbólusetja 200.000 manns. Þetta er mat stjórnvalda miðað við núverandi aðstæður. Ákveðið hefur verið hversu stórum hluta bóluefnaskammta á að halda hérlendis og verða umframskammtar sendir beint til þróunarríkja, án viðkomu á Íslandi.

Útlit er fyrir að íslensk stjórnvöld geti á þessu ári gefið þróunarríkjum bóluefnaskammta gegn Covid-19 sem nægja til að fullbólusetja 200.000 manns. Þetta er mat stjórnvalda miðað við núverandi aðstæður. Ákveðið hefur verið hversu stórum hluta bóluefnaskammta á að halda hérlendis og verða umframskammtar sendir beint til þróunarríkja, án viðkomu á Íslandi.

„Íslensk stjórnvöld sjá fram á að gefa allt það bóluefni sem ekki þarf að nýta á Íslandi til þróunarríkja í gegnum COVAX-bóluefnasamstarfið,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn mbl.is um málið. 

Munu endurgreiða Svíum og Norðmönnum

Þar kemur fram að ráðuneytið vinni ásamt heilbrigðisráðuneyti, sænskum stjórnvöldum og GAVI, sem leiðir COVAX-samstarfið um aðgengi efnaminni ríkja að bóluefnum, að því að hægt verði að gefa skammtana hið fyrsta.

„Sem stendur er útlit fyrir að hægt verði að gefa skammta á þessu ári sem nægja til að fullbólusetja um 200 þúsund manns en nánar verður greint frá þessu þegar gengið hefur verið frá samningum og nákvæmari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins.

„Í samráði við sóttvarnalækni hefur verið ákveðið hve stórum hluta af bóluefni við COVID-19 verður haldið hér á landinu næstu mánuði. Sendingar af umframbóluefnum verða stöðvaðar og sendar beint til viðtökuríkis (án viðkomu á Íslandi). Íslensk stjórnvöld munu endurgreiða norskum og sænskum yfirvöldum bóluefnaskammta sem fengust að láni í góðu samstarfi við þau.“

mbl.is