Fleiri Evrópuríki gera bólusetta rétthærri

Bólusetningar við Covid-19 | 26. júlí 2021

Fleiri Evrópuríki gera bólusetta rétthærri

Sífellt bætist í hóp þeirra Evrópuríkja sem ætla sér að koma í veg fyrir að einstaklingar sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 komist inn á ýmsa viðburði og staði, svo sem veitingastaði og bari. Sum ríki hafa þegar ákveðið, eða skoða nú möguleikann á því, að umbuna fólki fyrir að fara í bólusetningu. 

Fleiri Evrópuríki gera bólusetta rétthærri

Bólusetningar við Covid-19 | 26. júlí 2021

Frakkar mótmæltu fyrirhugaðri lagasetningu Macron hástöfum um helgina.
Frakkar mótmæltu fyrirhugaðri lagasetningu Macron hástöfum um helgina. AFP

Sífellt bætist í hóp þeirra Evrópuríkja sem ætla sér að koma í veg fyrir að einstaklingar sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 komist inn á ýmsa viðburði og staði, svo sem veitingastaði og bari. Sum ríki hafa þegar ákveðið, eða skoða nú möguleikann á því, að umbuna fólki fyrir að fara í bólusetningu. 

Sífellt bætist í hóp þeirra Evrópuríkja sem ætla sér að koma í veg fyrir að einstaklingar sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 komist inn á ýmsa viðburði og staði, svo sem veitingastaði og bari. Sum ríki hafa þegar ákveðið, eða skoða nú möguleikann á því, að umbuna fólki fyrir að fara í bólusetningu. 

Guardian greinir frá.

Í Svíþjóð rannsaka vísindamenn á vegum Háskólans í Lundi hvort gjafabréf sem nemur um 3.000 íslenskum krónum muni virka hvetjandi á fólk. Í Hollandi er boðið upp á síld í bólusetningunni til þess að draga fólk að. 

Aðgerðirnar hafa skilað árangri í Frakklandi

Bestu niðurstöðurnar hafa þó verið í Frakklandi þar sem metfjöldi hefur mætt í bólusetningu á síðustu tveimur vikum, síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti að hann hygðist setja á lög um að takmarka aðgengi óbólusettra að veitingastöðum, krám, söfnum, kvikmyndahúsum og fleiri stöðum. Frönsk stjórnvöld sjá fram á að skylda fólk til þess að framvísa bólusetningarvottorði, vottorði um fyrri sýkingu Covid-19 eða niðurstöðu úr neikvæðu PCR-prófi ætli það sér inn á fyrrnefnd svæði. Lögin eiga að taka gildi í ágúst en munu ekki eiga við um 12-17 ára ungmenni þangað til í september. 

Í dag opnuðu barir, veitingastaðir og fleiri staðir dyr sínar að nýju á Írlandi fyrir þeim sem geta sýnt fram á bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Sambærilegar aðgerðir taka gildi á Ítalíu 6. ágúst næstkomandi. Þjóðverjar eru einnig að skoða ráðstafanir af þessu tagi. 

Þessu hefur verið mótmælt í Frakklandi og á Ítalíu.

mbl.is