Traust samfélagsins til KSÍ „horfið“

MeT­oo - #Ég líka | 31. ágúst 2021

Traust samfélagsins til KSÍ „horfið“

Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) segjast finna fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum um að gerðar verði „raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins.“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Traust samfélagsins til KSÍ „horfið“

MeT­oo - #Ég líka | 31. ágúst 2021

mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) segjast finna fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum um að gerðar verði „raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins.“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) segjast finna fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum um að gerðar verði „raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins.“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Umræða um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar hefur orðið hávær undanfarið. Stjórn KSÍ sagði af sér í gær vegna þess. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær hafa allir stærstu styrktaraðilar KSÍ, þeirra á meðal N1 og Coca-Cola á Íslandi, velt fyrir sér hvort þeir eigi að halda áfram að styrkja sambandið í kjölfar þess sem í ljós hefur komið á síðustu dögum. KSÍ hefur nú sent þeim bréf til þess að kalla eftir samræðum við þá um það. Í umræddu bréfi segir KSÍ að báðir aðilar, knattspyrnusambandið og samstarfsaðilarnir, geti komið með tillögur að úrbótum.

Forsvarsmenn KSÍ vonast til þess að sem flestir styrktaraðilar séu tilbúnir í að halda samstarfinu áfram og gangast við því að „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“.

mbl.is