Alþingi hefur birt kærurnar

Alþingiskosningar 2021 | 15. október 2021

Alþingi hefur birt kærurnar

Alþingi hefur birt kærurnar tólf sem hafa borist vegna þingkosninganna. Fimm kærur hafa borist frá frambjóðendum sem misstu sæti sitt á þingi vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, eða þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Karli Gauta Hjaltasyni, Guðmundi Gunnarssyni, Hólmfríði Árnadóttur og Lenyu Rún Taha Karim.

Alþingi hefur birt kærurnar

Alþingiskosningar 2021 | 15. október 2021

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alþingi hefur birt kærurnar tólf sem hafa borist vegna þingkosninganna. Fimm kærur hafa borist frá frambjóðendum sem misstu sæti sitt á þingi vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, eða þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Karli Gauta Hjaltasyni, Guðmundi Gunnarssyni, Hólmfríði Árnadóttur og Lenyu Rún Taha Karim.

Alþingi hefur birt kærurnar tólf sem hafa borist vegna þingkosninganna. Fimm kærur hafa borist frá frambjóðendum sem misstu sæti sitt á þingi vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, eða þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Karli Gauta Hjaltasyni, Guðmundi Gunnarssyni, Hólmfríði Árnadóttur og Lenyu Rún Taha Karim.

Auk þeirra hafa kærur borist frá oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi Magnúsi Davíð Norðdahl, lögfræðingnum Katrínu Oddsdóttur, hagfræðingnum Þorvaldi Gylfasyni, ásamt þremur kjósendum.

Þá hefur Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, kært kosninguna vegna ágalla við kosningafyrirkomulagið í Reykjavík suður. Rúnar upplifði þar mikil óþægindi og fannst vegið að rétti sínum til leynilegra kosninga sem fatlaður kjósandi.

Opinn fundur í dag

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar heldur opinn fund í dag klukkan 10:45 sem verður í beinu streymi.

Gestir fundarins verða þau Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. 

mbl.is