Hefði getað tekið minni tíma

Alþingiskosningar 2021 | 1. desember 2021

Hefði getað tekið minni tíma

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra játar að stjórnarmyndunarviðræður hefðu getað gengið mun hraðar fyrir sig en raunin var, en þar hafi kjörbréfamálið haft sín áhrif og eins hafi formenn stjórnarflokkanna ákveðið að taka sér tíma til þess að ræða málefni og verkefni vel.

Hefði getað tekið minni tíma

Alþingiskosningar 2021 | 1. desember 2021

Katrín Jakobsdóttir ræddi við Andrés Magnússon um stjórnarmyndun og fleira …
Katrín Jakobsdóttir ræddi við Andrés Magnússon um stjórnarmyndun og fleira í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra játar að stjórnarmyndunarviðræður hefðu getað gengið mun hraðar fyrir sig en raunin var, en þar hafi kjörbréfamálið haft sín áhrif og eins hafi formenn stjórnarflokkanna ákveðið að taka sér tíma til þess að ræða málefni og verkefni vel.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra játar að stjórnarmyndunarviðræður hefðu getað gengið mun hraðar fyrir sig en raunin var, en þar hafi kjörbréfamálið haft sín áhrif og eins hafi formenn stjórnarflokkanna ákveðið að taka sér tíma til þess að ræða málefni og verkefni vel.

„Um leið og [niðurstaðan í kjörbréfamálinu] lá fyrir vorum við snögg að ljúka verkefninu.“

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Katrínu í Dagmálum í dag, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum, en útdrátt úr því má lesa í blaðinu í dag.

Forsætisráðherra telur að sá tími hafi nýst vel og nefnir til dæmis að lausn ýmissa af „erfiðu málunum“ eins og miðhálendisþjóðgarð, útlendingamál og orkunýtingu.

Katrín segir ríkisstjórnina standa frammi fyrir miklum áskorunum eftir heimsfaraldurinn og þar séu efnahagsmál og ríkisfjármál efst á blaði. Ákveðið hafi verið að grípa hvorki til niðurskurðar né skattahækkana, heldur vaxtar til velsældar.

Hún fellst á að sumt í stjórnarsáttmálanum beri vott um misjafnar áherslur, svo sem grisjun regluverks í einu orðinu og eflingu eftirlitsstofnana í hinu.

„Eftirlit er mikilvægt [og] það er töluverð eftirspurn eftir að eftirlitsstofnanir sinni líka ákveðnu leiðbeiningarhlutverki,“ segir Katrín og telur það einkum eiga við um minni fyrirtæki. „Eftirlitsstofnanir eiga fyrst og fremst að gæta að almannahag og við erum með dæmi um mikilvægar ábendingar þeirra. [...]

En að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera meðvituð um það að þetta verði ekki of íþyngjandi eða of hart sé fram gengið.“

Kjaramál verða fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu og sjómannaverkfall mögulegt snemma á næsta ári. Katrín segir lög á vinnudeilur vera algert neyðarúrræði.

Hér geta áskrifendur horft á viðtalið í Dagmáli í heild sinni.

mbl.is