Mikill meirihluti hlynntur bólusetningu barna

Bólusetningar við Covid-19 | 7. janúar 2022

Mikill meirihluti hlynntur bólusetningu barna

Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningu barna undir 12 ára aldri við Covid-19, eða 70,5 prósent.

Mikill meirihluti hlynntur bólusetningu barna

Bólusetningar við Covid-19 | 7. janúar 2022

Bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára í Laugardalshöll …
Bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára í Laugardalshöll í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningu barna undir 12 ára aldri við Covid-19, eða 70,5 prósent.

Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningu barna undir 12 ára aldri við Covid-19, eða 70,5 prósent.

14,4 prósent eru því andvíg, að því er kemur fram í niðurstöðum könnunar Ráðhússins ráðgjafar og Tölvísi fyrir Fréttablaðið.

Alls hafa 11,2 prósent ekki skoðun á bólusetningunni.

Konur eru eilítið hlynntari bólsetningunum en karlar, eða 71,2 prósent á móti 69,6 prósentum karla. Karlar er líklegri til að vera andvígir, eða 17,9 prósent á móti 11,8 prósentum kvenna.

Þegar niðurstöðunum er raðað eftir aldri kemur mesti munurinn í ljós. Þeir sem eru 18 til 34 ára eru síst hlynntir bólusetningum barna, eða 61,2 prósent samanborið við 70,5 prósent fólks á aldrinum 35-54 ára og 2,6 prósent fólks 55 ára og eldri.

mbl.is