Þurfi að hækka stýrivexti enn meira

Vextir á Íslandi | 11. maí 2022

Þurfi að hækka stýrivexti enn meira

Takmark Seðlabanka Íslands til að ná verðbólgu í 2,5 prósent mun líklega krefjast frekari hækkunar á stýrivöxtum. Þetta kom fram á kynningarfundi sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var með fyrir fjölmiðla í morgun.

Þurfi að hækka stýrivexti enn meira

Vextir á Íslandi | 11. maí 2022

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Jorge Canales, Iva Petrova, yfirmaður sendinefndarinnar, Nujin Suphaphiphat …
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Jorge Canales, Iva Petrova, yfirmaður sendinefndarinnar, Nujin Suphaphiphat og Mahir Binici. mbl.is/Árni Sæberg

Takmark Seðlabanka Íslands til að ná verðbólgu í 2,5 prósent mun líklega krefjast frekari hækkunar á stýrivöxtum. Þetta kom fram á kynningarfundi sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var með fyrir fjölmiðla í morgun.

Takmark Seðlabanka Íslands til að ná verðbólgu í 2,5 prósent mun líklega krefjast frekari hækkunar á stýrivöxtum. Þetta kom fram á kynningarfundi sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var með fyrir fjölmiðla í morgun.

Á kynningunni kom fram að í grunninn hefur Íslands staðið vel af sér þau efnahagslegu áföll sem landið hefur orðið fyrir síðan árið 2019 og efnahagshorfur í landinu eru jákvæðar, en háðar töluverðri óvissu.

Samsett mynd

AGS segir að í ljósi þess þarf árvekni og eru gagnadrifnar stýrivaxtaákvarðanir nauðsynlegar þar sem horft er til þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga, horfur um efnahagsbata, launa- og húsnæðisverðsþróunar, fjármagnsflæðis og innfluttrar verðbólgu.

Verg landsframleiðsla verður líklega um tveimur prósentustigum undir því sem hún var fyrir tíma heimsfaraldursins árið 2027. AGS reiknar með því að verðbólga minnki hægt og rólega og nái takmörkum Seðlabankans fyrir árið 2025, vegna hertra aðgerða peningastefnunefndar.

Fundur AGS í Seðlabanka Íslands í morgun.
Fundur AGS í Seðlabanka Íslands í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Auka þarf framboð á húsnæði

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að draga þurfi úr reglubyrði í byggingargeiranum og auka framboð á húsnæði til að auka hagkvæmni á húsnæðismarkaði. Til þess þarf að einfalda skipulagsreglur, gera ferla til að afla byggingarleyfa auðveldari og innleiða einn vettvang fyrir leyfi og úttektir.

Stuðningur hins opinbera í húsnæðismálum þarf að endurhanna. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði.

mbl.is