Tólf sækja um sveitarstjórastöðu í Norðurþingi

Tólf sækja um sveitarstjórastöðu í Norðurþingi

Alls bárust sautján umsóknir um starf sveitarstjóra Norðurþings sem auglýst var á dögunum. 

Tólf sækja um sveitarstjórastöðu í Norðurþingi

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 7. júlí 2022

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. Ljósmynd/mbl.is

Alls bárust sautján umsóknir um starf sveitarstjóra Norðurþings sem auglýst var á dögunum. 

Alls bárust sautján umsóknir um starf sveitarstjóra Norðurþings sem auglýst var á dögunum. 

Fimm umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka og eru þannig tólf nöfn birt á heimasíðu Norðurþings. 

Nokkrir fyrrverandi sveitarstjórar

Þeirra á meðal er Glúmur Baldvinsson, leiðsögumaður og fyrrum frambjóðandi til Alþingis, Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, Bergþór Bjarnason, núverandi fjármálastjóri sveitarfélagsins, Elías Pétur, fyrrverandi sveitarstjóri í Langanesbyggð og í Fjallabyggð og Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð. 

Þá sóttu Jónas Egilsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Langanesbyggð og Valdimar O. Hermannsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, einnig um.  

Fram kemur á vef Norðurþings að nýr sveitarstjóri verði kynntur á allra næstu dögum. 

Umsækjendur eru í stafrófsröð:

  • Bergþór Bjarnason - Fjármálastjóri
  • Elías Pétursson - Fyrrv. bæjarstjóri
  • Glúmur Baldvinsson - Leiðsögumaður
  • Gyða Björg Sigurðardóttir - Ráðgjafi
  • Helgi Jóhannesson - Lögmaður
  • Ingvi Már Guðnason - Verkstjóri
  • Jónas Egilsson - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Óli Valur Pétursson - Fjölmiðlafræðingur
  • Sigurjón Benediktsson - Tannlæknir
  • Sædís Guðmundsdóttir - Meistaranemi
  • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. bæjarstjóri
mbl.is