Rúmur helmingur vildi sjá Einar sem borgarstjóra

Rúmur helmingur vildi sjá Einar sem borgarstjóra

Flestir vilja sjá Einar Þorsteinsson sem borgarstjóra í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Rúmur helmingur vildi sjá Einar sem borgarstjóra

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 7. júní 2022

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, kemur vel út í …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, kemur vel út í könnun Maskínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flestir vilja sjá Einar Þorsteinsson sem borgarstjóra í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Flestir vilja sjá Einar Þorsteinsson sem borgarstjóra í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Spurt var: Ef svo fer að Framsókn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn mynda samanborgarstjórn í Reykjavík, hvern af oddvitum þessara flokka myndir þú helst
vilja hafa sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Einar er oddviti Framsóknar sem kunnugt er og 52,5% vilja sjá hann sem borgarstjóra af þeim oddvitum sem eru í nýkjörinni borgarstjórn. 

Dag B. Eggertsson, sem gegnt hefur embættinu undanfarin ár og mun gera áfram í 18 mánuði,  nefndu 23,3%. 18,3 sögðust vilja sjá Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata sem næsta borgarstjóra og 5,9% nefndu Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar. 

Ef marka má niðurstöðu þessarar könnunnar Maskínu er borgarstjórinn ansi umdeildur. 49,% sögðust síst vilja Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra. 19,1% nefndu Einar, 18,4% sögðu Dóru og 13% nefndu Þórdísi. 

mbl.is