Rímar vel við stefnu Samfylkingarinnar

Rímar vel við stefnu Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson heldur áfram sem borgarstjóri næstu átján mánuði, en að þeim tíma liðnum munu hann og Einar Þorsteinsson skiptast á embættum og þá verður Dagur formaður borgarráðs.

Rímar vel við stefnu Samfylkingarinnar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 6. júní 2022

Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjórai næstu átján mánuði.
Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjórai næstu átján mánuði. mbl.is/ Óttar

Dagur B. Eggertsson heldur áfram sem borgarstjóri næstu átján mánuði, en að þeim tíma liðnum munu hann og Einar Þorsteinsson skiptast á embættum og þá verður Dagur formaður borgarráðs.

Dagur B. Eggertsson heldur áfram sem borgarstjóri næstu átján mánuði, en að þeim tíma liðnum munu hann og Einar Þorsteinsson skiptast á embættum og þá verður Dagur formaður borgarráðs.

„Okkur fannst þetta góð lending,“ segir Dagur og bætir við að með þessu sé verið að nýta reynslu, ásamt því að gefa Framsóknarflokknum tækifæri.

„Við erum þannig bæði að endurspegla það sem við sáum í könnunum fyrir kosningar, að stærsti hluti kjósenda vildi mig áfram sem borgarstjóra, en það var líka krafa um breytingar og við teljum þetta góða blöndu.“

Hlutverkaskiptingin var Degi þó ekki efst í huga, heldur það að tryggja framgang langtímaverkefna á borð við Borgarlínuna og húsnæðisuppbyggingu.

Endurspeglar áherslur Samfylkingarinnar

Í kvöld verður málefnasamningurinn kynntur fyrir flokksráði Samfylkingarinnar. Dagur er fullur eftirvæntingar og sannfærður um að undirtektirnar verði góðar.

„Við gengum til kosninga með mjög ítarlega stefnuskrá en þessi samstarfssamningur, þó hann byggi á samstarfi fjögurra flokka, endurspeglar mjög vel áherslur Samfylkingarinnar.“

Aðspurður hvort Samfylkingin hafi ekki þurft að láta í minni pokann í einhverjum tilfellum, segir Dagur að viðræðurnar hafi verið lausnamiðaðar. Þar sem tvö andstæð sjónarmið komu fram, hafi verið leitast við að velja þriðju leiðina sem tók tillit til beggja.

Dagur segir viðræðurnar hafa verið lausnamiðaðar. Þar sem tvö andstæð …
Dagur segir viðræðurnar hafa verið lausnamiðaðar. Þar sem tvö andstæð sjónarmið komu fram, hafi verið leitast við að velja þriðju leiðina. mbl.is/ Óttar

Úthluta lóðum í Vatnsmýri á kjörtímabilinu

Málefni Reykjavíkurflugvallar er ágætis dæmi um slíka málamiðlun, að sögn Dags.

„Þar erum við að byggja á samkomulagi við innviðaráðherra frá 2019 og ætlum að virða aðra samninga um flugvöllinn líka. Þannig stefnum við að því að byggja hverfi í Skerjafirði en líka vinna með Isavia að hugsanlegum mótvægisaðgerðum þegar þau hafa lokið sínu áhættumati.“

Hann kveðst binda vonir við það að með þessu verði unnt að úthluta lóðum í Vatnsmýrinni á þessu kjörtímabili. Það liggi fyrir mikil og góð gögn í málinu eftir athuganir innlendra sem og erlendra sérfræðinga.

Aukinn kraftur færi verkefni nær

„Það koma auðvitað nýjar áherslur með nýju fólki.“ Sem dæmi um málaflokk sem ber þess merki nefnir Dagur húsnæðismálin. 

“Með því að setja þennan aukna kraft í hann, þá færast ýmsir hlutir býsna nálægt okkur eins og skipulag og uppbygging í Keldnalandi og Keldnaholti.“

Þá sé áhersla á Sundabraut skýrari en áður og bundnar eru vonir við að fyrstu lóðunum á Kjalarnesi verði úthlutað á þessu ári. 

„Við ætlum svo í hverfaskipulag og kortleggja betur þennan möguleika þannig að Kjalarnesið verði sjálfstæð eining og börnum fjölgi aftur í skólanum.“

Ef einhverjum tekst það

Víða má sjá að flokkarnir setji hver sitt mark á samstarfið, að sögn Dags. Honum þykir kraftur og metnaður í hópnum. 

Málefnasamningurinn er umfangsmikill og einkennandi er það stef að settur verði aukinn kraftur í ýmis mál. Aðspurður hvort hann telji að hinn nýi meirihluti geti hlaupið nægilega hratt til að standa undir öllu því sem þar kemur fram segir Dagur:

"Ef einhverjum hópi tekst það, þá er það þessum.“

mbl.is