„Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri“

„Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri“

Stefán Broddi Guðjónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar og er áætlað að hann taki við starfinu þann 1. júlí næstkomandi. Hann segir í samtali við mbl.is að starfið leggist ljómandi vel í sig.

„Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri“

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 8. júní 2022

Stefán Broddi stefnir á búsetu og lögheimili í Borgarbyggð.
Stefán Broddi stefnir á búsetu og lögheimili í Borgarbyggð.

Stefán Broddi Guðjónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar og er áætlað að hann taki við starfinu þann 1. júlí næstkomandi. Hann segir í samtali við mbl.is að starfið leggist ljómandi vel í sig.

Stefán Broddi Guðjónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar og er áætlað að hann taki við starfinu þann 1. júlí næstkomandi. Hann segir í samtali við mbl.is að starfið leggist ljómandi vel í sig.

„Ég hlakka til að taka til starfa í sveitarfélagi sem býður upp á fjölmörg tækifæri. Ég á rætur í Borgarnesi og Borgarbyggð, ég ólst þar upp. Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri, að fá að vinna með góðu fólki að góðum verkefnum.“

Stefán er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en hefur starfað hjá Arion banka síðastliðin tíu ár. Frá árinu 2019 hefur hann verið sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá bankanum en þar áður stýrði hann greiningardeild bankans um nokkurra ára skeið.

Stefnir á búsetu í Borgarbyggð

Stefán er ekki búsettur í Borgarbyggð eins og er en hann hefur sterkar taugar þangað. „Ég stefni að minnsta kosti að búsetu og lögheimili í Borgarbyggð en á þó eftir að útfæra það í samstarfi við fjölskylduna.“

Hann bendir á að stutt sé á milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins.

„Borgarbyggð er þannig sveitarfélag að við erum innan við klukkutíma frá borginni. Fjarskipti eru góð og svo halda samgöngur áfram að styrkjast. Við erum sveitarfélag í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við erum að fá fólk til okkar sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu og öfugt,“ segir Stefán.

mbl.is