Hvers virði eiga krónurnar að vera?

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

Hvers virði eiga krónurnar að vera?

„Það er eitt að fá krónur í veskið – og annað hvaða kaupmátt þær hafa,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri spurður út í kröfugerðir verkalýðsfélaganna sem fyrir liggja fyrir komandi kjarasamninga.

Hvers virði eiga krónurnar að vera?

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. mbl.is/Hákon

„Það er eitt að fá krónur í veskið – og annað hvaða kaupmátt þær hafa,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri spurður út í kröfugerðir verkalýðsfélaganna sem fyrir liggja fyrir komandi kjarasamninga.

„Það er eitt að fá krónur í veskið – og annað hvaða kaupmátt þær hafa,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri spurður út í kröfugerðir verkalýðsfélaganna sem fyrir liggja fyrir komandi kjarasamninga.

Efling, stærsta stéttarfélag landsins, kynnti nýlega forsendur sínar fyrir kröfugerð þar sem ítrekað er að farið verði fram á krónutöluhækkanir og svigrúm til hekkanna metið um 52 þúsund krónur mánaðarlega. 

Seðlabankinn á nóg af krónum

Þá birtu VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kröfugerð sína gagnvart Samtökum atvinnulífsins fyrr í dag.  

Ásgeir kveðst ekki geta lagt mat á áhrif krónutöluhækanna á borð við þær sem Efling fer fram á.

„Ef málið snýst bara um krónur, þá á Seðlabankinn nóg af krónum. Við eigum fulla fjárhirslur af krónum. Við gætum dælt þeim út í kerfið og gefið fólki pening – en það hefur enga þýðingu en fremur en að hækka launin umfram það sem verðmætasköpun þjóðarbúsins getur staðið undir. Það hefur enga þýðingu að tala um krónutöluhækkanir nema þú hafir einhverja hugmynd um hvers virði krónurnar eiga að vera,“ segir Ásgeir.

Hlutverk seðlabankans að tryggja kaupmátt

Hann kveðst hafa áhyggjur af því að árangur seðlabankans við að halda niðri verðbólgu hafi búið til þá trú hjá ákveðnum aðilum vinnumarkaðsins að verðstöðugleiki sé sjálfgefinn. „Að ekki þurfi að nota stýrivexti til að viðhalda verðstöðugleika. Að það skipti ekki máli hversu mikið laun hækka – að það hafi engin áhrif á verðbólgu.“

„Ef verðbólgan fer úr böndunum þá er alveg sama um hvað er samið – það kemur enginn kaupmáttur,“ segir Ásgeir enn frekar. 

Hann segir ljóst að Seðlabankinn sé ekki aðili að kjarasamningum og að meginhlutverk hans verði að verja kaupmátt launanna sem samið verður um. 

„Um leið samningar liggja fyrir verðum við að setjast niður og hugsa um hvernig getum við tryggt það að þessar krónur sem samið er um hafi einhverja þýðingu – þær hafi kaupmátt. Að þessu leyti er Seðlabankanum ætlað að starfa sem hagsmunavörður heimilanna.“

mbl.is