Georg og Karlotta ganga á eftir kistunni

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

Georg og Karlotta ganga á eftir kistunni

Tvö eldri börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu af Wales munu ganga á eftir kistu langömmu sinnar, Elísabetar II. Bretadrottningar.

Georg og Karlotta ganga á eftir kistunni

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

Georg og Karlotta munu ganga á eftir foreldrum sínum Vilhjálmi …
Georg og Karlotta munu ganga á eftir foreldrum sínum Vilhjálmi Bretaprinsi og Katrínu prinsessu. AFP

Tvö eldri börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu af Wales munu ganga á eftir kistu langömmu sinnar, Elísabetar II. Bretadrottningar.

Tvö eldri börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu af Wales munu ganga á eftir kistu langömmu sinnar, Elísabetar II. Bretadrottningar.

Georg, sem er níu ára gamall, og Karlotta, sem er sjö ára gömul munu ganga á eftir foreldrum sínum. Systkinin eru einu börnin sem munu taka þátt í útförinni með formlegum hætti.

Á eftir systkinunum munu Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex ganga. Harry er föðurbróðir systkinanna. 

Útförin hefst klukkan 10 í dag. 

Georg er níu ára og Karlotta sjö ára. Lúðvík bróðir …
Georg er níu ára og Karlotta sjö ára. Lúðvík bróðir þeirra er fjögurra ára og verður ekki með þeim í dag. AFP
mbl.is