Reikna með hærri vöxtum

Vextir á Íslandi | 4. október 2022

Reikna með hærri vöxtum

Viðmælendur Morgunblaðsins á fjármálamarkaði telja að Seðlabankinn muni hækka vexti á morgun. Það yrði níunda vaxtahækkunin í röð frá maímánuði 2021 en meginvextir Seðlabankans voru 0,75 prósent þegar hækkunarlotan hófst, eftir sögulega lága vexti.

Reikna með hærri vöxtum

Vextir á Íslandi | 4. október 2022

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Viðmælendur Morgunblaðsins á fjármálamarkaði telja að Seðlabankinn muni hækka vexti á morgun. Það yrði níunda vaxtahækkunin í röð frá maímánuði 2021 en meginvextir Seðlabankans voru 0,75 prósent þegar hækkunarlotan hófst, eftir sögulega lága vexti.

Viðmælendur Morgunblaðsins á fjármálamarkaði telja að Seðlabankinn muni hækka vexti á morgun. Það yrði níunda vaxtahækkunin í röð frá maímánuði 2021 en meginvextir Seðlabankans voru 0,75 prósent þegar hækkunarlotan hófst, eftir sögulega lága vexti.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að það verði mildari tónn í vaxtaákvörðun peningastefnunefndar en í þeirri síðustu. Það muni að líkindum birtast í 0,25 til 0,5 prósentustiga hækkun en meginvextir Seðlabankans eru nú 5,5 prósent.

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Visku Digital Assets, segir það ekki mundu koma á óvart ef vextir yrðu hækkaðir um 0,5 prósent. Meðal annars hafi dregið úr vaxtamun við útlönd.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, spáir minnst 0,5 prósentustiga hækkun.

Hægst hafi á fasteignamarkaði frá síðustu vaxtaákvörðun en á móti komi mikil óvissa vegna kjarasamninga.

„Ég myndi því ætla að Seðlabankinn vilji fara inn í haustið með mikið aðhald [á peningastefnunni] en slaka þá frekar á klónni ef innstæða er fyrir,“ segir Yngvi og vísar til komandi kjarasamninga. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is