Þyngri tónn í kjaraviðræðunum

Kjaraviðræður | 1. desember 2022

Þyngri tónn í kjaraviðræðunum

Ríkissáttasemjari segir ýmsar ytri aðstæður ekki hjálpa til í yfirstandandi kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins.

Þyngri tónn í kjaraviðræðunum

Kjaraviðræður | 1. desember 2022

Vilhjálmur Birgisson og Hjördís Sigurþórsdóttir.
Vilhjálmur Birgisson og Hjördís Sigurþórsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissáttasemjari segir ýmsar ytri aðstæður ekki hjálpa til í yfirstandandi kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins.

Ríkissáttasemjari segir ýmsar ytri aðstæður ekki hjálpa til í yfirstandandi kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins.

Stíf fundarhöld voru í húsnæði ríkissáttasemjara í gærdag og fram til klukkan rúmlega 18 í gærkvöldi og voru viðræðurnar sagðar á afar viðkvæmu stigi.

„Við fylgdum okkar áætlun,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið en fundi var slitið í gær klukkan rúmlega 18. Er boðað aftur til funda kl. 13 í dag. Spurður hvort VR og LÍV verði einnig á þeim fundi segir Aðalsteinn: „Nei. Við erum að sjálfsögðu í góðu sambandi en þetta eru þeir aðilar sem eru boðaðir á fund,“ segir hann og á við SGS, samflot iðn- og tæknimanna og SA.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is