Landsbankinn hækkar vexti

Vextir á Íslandi | 9. desember 2022

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur hækkað vexti hjá sér í kjölfarið á vaxtaákvörðun Seðlabankans frá því 23. nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Felur hækkun Landsbankans meðal annars í sér að breytilegir vextir bankans á óverðtryggðum íbúðalánum hækkar um 0,25 prósentustig og verða þeir vextir 7,5%.

Landsbankinn hækkar vexti

Vextir á Íslandi | 9. desember 2022

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti.
Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsbankinn hefur hækkað vexti hjá sér í kjölfarið á vaxtaákvörðun Seðlabankans frá því 23. nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Felur hækkun Landsbankans meðal annars í sér að breytilegir vextir bankans á óverðtryggðum íbúðalánum hækkar um 0,25 prósentustig og verða þeir vextir 7,5%.

Landsbankinn hefur hækkað vexti hjá sér í kjölfarið á vaxtaákvörðun Seðlabankans frá því 23. nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Felur hækkun Landsbankans meðal annars í sér að breytilegir vextir bankans á óverðtryggðum íbúðalánum hækkar um 0,25 prósentustig og verða þeir vextir 7,5%.

Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka einnig um 0,25 prósentustig, en fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,10 – 0,15 prósentustig. Þá hækka fastir verðtryggðir vextir íbúðalána um 0,15 prósentustig.

Vextir á öðrum óverðtryggðum útlánum líkt og kjörvextir og yfirdráttavextir hækka einnig um 0,25 prósentustig.

Vaxtahækkanirnar taka gildi 12. desember.

Innlánsvextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig, en á almennum veltureikningum um 0,05 prósentustig.

Með þessari breytingu verða breytilegir vextir Landsbankans á óverðtryggðum íbúðalánum jafn háir og hjá Íslandsbanka, en þar tók vaxtahækkun síðast gildi 1. desember, en tilkynnt var um hana fyrir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Vextir Arion banka eru óbreyttir frá 22. nóvember, en sömu vextir þar eru nú 7,59%.

mbl.is