„Ég hélt að þetta væri Taylor Swift“

Kardashian | 3. janúar 2023

„Ég hélt að þetta væri Taylor Swift“

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Sorbet. Hún birti nýverið nokkrar myndir úr tímaritinu á Instagram-reikningi sínum, en aðdáendum hennar var heldur brugðið þar sem þeim þótti Khloé líkjast tónlistarkonunni Taylor Swift meira en sjálfri sér á myndunum. 

„Ég hélt að þetta væri Taylor Swift“

Kardashian | 3. janúar 2023

Netverjar rugluðu Khloé Kardashian og Taylor Swift saman á nýlegum …
Netverjar rugluðu Khloé Kardashian og Taylor Swift saman á nýlegum myndum. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Sorbet. Hún birti nýverið nokkrar myndir úr tímaritinu á Instagram-reikningi sínum, en aðdáendum hennar var heldur brugðið þar sem þeim þótti Khloé líkjast tónlistarkonunni Taylor Swift meira en sjálfri sér á myndunum. 

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Sorbet. Hún birti nýverið nokkrar myndir úr tímaritinu á Instagram-reikningi sínum, en aðdáendum hennar var heldur brugðið þar sem þeim þótti Khloé líkjast tónlistarkonunni Taylor Swift meira en sjálfri sér á myndunum. 

Khloé hefur oft ratað í fjölmiðla vegna misheppnaðrar myndvinnslu, en nú virðist myndvinnslan enn einu sinni hafa farið yfir strikið. „Ég hélt að þetta væri Taylor Swift,“ skrifuðu nokkrir netverjar við myndina, en það voru margir sem tóku undir það. 

Fótleggirnir endalausu

Aðrir furðuðu sig á fótleggjum Khloé og kenndu myndvinnslu um það að þeir virtust einfaldlega vera of langir á myndinni. 

Kardashian-Jenner fjölskyldan er þekkt fyrir mikla myndvinnslu, en nýlega var Kim Kardashian ásökuð um að hafa notað myndvinnsluforrit til að klippa fjölskylduna saman á jólamynd. Hún var hins vegar fljót að þagga niður í þeim orðrómi þegar hún birti myndskeið úr myndatökunni. 

Það virðast ekki vera nein takmörk þegar kemur að myndvinnslu hjá fjölskyldunni, en Kim gekk einu sinni svo langt að hún skipti höfði dóttur Kylie Jenner, Stormi, út fyrir höfuð á dóttur Khloé, True, á myndum sem teknar voru í Disneyland. 

mbl.is