Fagna ljónshöfði Jenner

Kardashian | 24. janúar 2023

Fagna ljónshöfði Jenner

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa lagt blessun sína yfir umdeilt ljónshöfuð sem raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mætti með á tískuvikuna í París á sunnudagskvöld. Margir höfðu gert ráð fyrir því að dýraverndunarsamtökin myndu gagnrýna Jenner, en þvert á móti fagna samtökin framlagi Jenner enda er höfuð ljónsins ekki af raunverulegu ljóni heldur eftirlíking.

Fagna ljónshöfði Jenner

Kardashian | 24. janúar 2023

Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli.
Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli. Skjáskot/Instagram

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa lagt blessun sína yfir umdeilt ljónshöfuð sem raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mætti með á tískuvikuna í París á sunnudagskvöld. Margir höfðu gert ráð fyrir því að dýraverndunarsamtökin myndu gagnrýna Jenner, en þvert á móti fagna samtökin framlagi Jenner enda er höfuð ljónsins ekki af raunverulegu ljóni heldur eftirlíking.

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa lagt blessun sína yfir umdeilt ljónshöfuð sem raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mætti með á tískuvikuna í París á sunnudagskvöld. Margir höfðu gert ráð fyrir því að dýraverndunarsamtökin myndu gagnrýna Jenner, en þvert á móti fagna samtökin framlagi Jenner enda er höfuð ljónsins ekki af raunverulegu ljóni heldur eftirlíking.

Í tilkynningu sem PETA sendi á fjölmiðla í Bandaríkjunum sagði Ingrid Newkirk, forseti samtakanna, að ljónshöfuð Jenner vekti atygli á skaðsemi minjaveiða (e. trophy hunting).

Jenner mætti á tískusýningu Schiaparelli Houte Coture og tók sérstaklega fram að ekki væri um alvöru ljónshöfuð að ræða. Jenner var ekki sú eina sem var með eftirlíkingu af höfði dýrs á öxlinni. Fyrirsætan Naomi Campbell gekk tískupallinn með eftirlíkingu af höfði úlfs og fyrirsætan Irina Shayk gekk tískupallinn með ljónshöfuð á öxlinni.

mbl.is