Þrjú bandalög saman í viðræður

Kjaraviðræður | 7. febrúar 2023

Þrjú bandalög saman í viðræður

Formlegar viðræður formanna Kennarasambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB annars vegar og fulltrúa opinberra launagreiðenda hins vegar, eru nú hafnar og munu bandalögin þrjú ganga saman til kjaraviðræðna.

Þrjú bandalög saman í viðræður

Kjaraviðræður | 7. febrúar 2023

Formlegar viðræður við opinbera launagreiðendur eru hafnar.
Formlegar viðræður við opinbera launagreiðendur eru hafnar. Ljósmynd/Kennarasamband Íslands

Formlegar viðræður formanna Kennarasambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB annars vegar og fulltrúa opinberra launagreiðenda hins vegar, eru nú hafnar og munu bandalögin þrjú ganga saman til kjaraviðræðna.

Formlegar viðræður formanna Kennarasambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB annars vegar og fulltrúa opinberra launagreiðenda hins vegar, eru nú hafnar og munu bandalögin þrjú ganga saman til kjaraviðræðna.

Samningsaðilar hafa fundað að undanförnu en þær viðræður eru nú formlegar líkt og áður sagði, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands.

 „Þétt fundahöld eru fram undan og áhersla á að skila kjarabótum til alls félagsfólks. Sérstök áhersla er lögð á að leysa úr jöfnun launa milli markaða, sem er óuppgert frá 2016 þegar samkomulag var gert um breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna,“ segir þar ennfremur.

Í morgun héldu fulltrúar heildarsamtakanna sameiginlegan fund til að stilla saman strengi og veita formönnum þeirra veganesti í þær viðræður sem þau leiða fyrir hönd heildarsamtakanna.

mbl.is