Boða ekki til frekari verkfalla

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Boða ekki til frekari verkfalla

Samninganefnd Eflingar hefur ákveðið að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í gær, að því er segir í tilkynningu á vef Eflingar.

Boða ekki til frekari verkfalla

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar munu halda áfram.
Verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar munu halda áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd Eflingar hefur ákveðið að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í gær, að því er segir í tilkynningu á vef Eflingar.

Samninganefnd Eflingar hefur ákveðið að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í gær, að því er segir í tilkynningu á vef Eflingar.

Um var að ræða starfsfólk hótela, hjá öryggisgæslu- og ræstingarfyrirtækjum og áttu verkföll að hefjast þann 28. febrúar næstkomandi.

Félagsmenn á þessum vinnustöðum fara því ekki í verkföll að svo stöddu, segir í tilkynningunni.

„Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða.“

Fram kemur að aðrar verkfallsaðgerðir, sem þegar eru hafnar, muni halda áfram með óbreyttum hætti. Félagsmenn sem starfa hjá Íslandshótelum, Berjaya-hótelum, hótelinu Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu verða því áfram í verkfalli.

mbl.is