Fá Kardashian-Jenner systurnar ekki boð á Met Gala í ár?

Kardashian | 12. mars 2023

Fá Kardashian-Jenner systurnar ekki boð á Met Gala í ár?

Á ári hverju fá útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum boð á tískuviðburð ársins, Met Gala-hátíðina sem haldin er á vegum tískutímaritsins Vogue. 

Fá Kardashian-Jenner systurnar ekki boð á Met Gala í ár?

Kardashian | 12. mars 2023

Systurnar Kim Kardashian, Kendall og Kylie Jenner á Met Gala-hátíðinni …
Systurnar Kim Kardashian, Kendall og Kylie Jenner á Met Gala-hátíðinni 2019. Með þeim á myndinni eru Kris Jenner, móðir þeirra, og maðurinn hennar, og fyrrverandi eiginmaður Kim, Kanye West, og fyrrverandi kærasti Kylie, Travis Scott. AFP

Á ári hverju fá útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum boð á tískuviðburð ársins, Met Gala-hátíðina sem haldin er á vegum tískutímaritsins Vogue. 

Á ári hverju fá útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum boð á tískuviðburð ársins, Met Gala-hátíðina sem haldin er á vegum tískutímaritsins Vogue. 

Í ársbyrjun var þema viðburðarins tilkynnt en nú bíða tískuunnendur óþreyjufullir eftir að sjá skærustu stjörnurnar ganga rauða dregilinn í klæðnaði frá fremstu tískuhúsum heims. 

Sögð fækka nöfnum á gestalistanum

Heimildir Page Six herma að Anna Wintour, ritstjóri Vogue, ætli að fækka nöfnum á gestalistanum í ár og að engin af Kardashian-Jenner systrunum muni vera á listanum. Vogue vildi ekki tjá sig um gestalista viðburðarins. 

Á síðasta ári fengu allar systurnar, þær Kourtney, Kim og Khloé Kardashian, og Kendall og Kylie Jenner, boð á viðburðinn. Var það í fyrsta sinn sem þær voru allar samankomnar á hátíðinni. 

Kim Kardashian fyrst til að fá boð á viðburðinn

Kim sótti viðburðinn í fyrsta sinn árið 2013 með þáverandi eiginmanni sínum, Kanye West.

Síðan þá hefur hún verið tíður gestur á viðburðinum og verið þekkt fyrir djörf dress frá hönnuðum á borð við Givenchy, Lanvin, Roberto Cavalli, Balmain, Vivienne Westwood, Versace og Balenciaga. 

Kendall mætti í fyrsta sinn á viðburðinn árið 2014 og Kylie árið 2016. Þá léku Khloé og Kourtney frumraun sína á Met Gala-hátíðinni á síðasta ári. 

mbl.is