Svona losnar þú við gulu röndina í klósettinu

Húsráð | 5. apríl 2023

Svona losnar þú við gulu röndina í klósettinu

Við komumst vart hjá því á lífsleiðinni að upplifa salernið okkar með gula slikju sem situr sem fastast. Og þá er þetta ráðið sem þú þarft til að fara eftir.

Svona losnar þú við gulu röndina í klósettinu

Húsráð | 5. apríl 2023

Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi?
Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi? Mbl.is/Pinterest_wallpaper.com

Við komumst vart hjá því á lífsleiðinni að upplifa salernið okkar með gula slikju sem situr sem fastast. Og þá er þetta ráðið sem þú þarft til að fara eftir.

Við komumst vart hjá því á lífsleiðinni að upplifa salernið okkar með gula slikju sem situr sem fastast. Og þá er þetta ráðið sem þú þarft til að fara eftir.

Hér ræðir um aðferð sem við grípum í þegar mikið liggur við – eða þegar postulínið skartar gulri rönd sem við viljum losna við sem fyrst. Eina sem til þarf er edikssýra og klósettpappír!

  • Settu klósettpappír á svæðið þar sem gulan hefur tekið sér bólfestu  sem oftast er undir og við kantinn efst á klósettinu. Reyndu að fara eins langt undir kantinn og mögulegt er.
  • Sprautaðu því næst edikssýrunni á pappírinn og láttu standa yfir nótt. Ef lyktin af edikinu angrar þig, þá má setja matarfilmu yfir dolluna til að halda lyktinni í skefjum.
  • Ef þið eruð ekki alveg sátt við niðurstöðurnar má hella edikssýru í svamp og fjarlægja það síðasta með handafli.
mbl.is