Leyndarmálið í bakstrinum er hárþurrka

Húsráð | 14. apríl 2023

Leyndarmálið í bakstrinum er hárþurrka

Hér mætti halda að við værum að fara villigötur, því hvergi í neinni uppskriftarbók (sem við vitum til) má finna hárþurrku sem hjálpartæki í eldhúsinu - fyrr en núna.

Leyndarmálið í bakstrinum er hárþurrka

Húsráð | 14. apríl 2023

Ljósmynd/Colourbox

Hér mætti halda að við værum að fara villigötur, því hvergi í neinni uppskriftarbók (sem við vitum til) má finna hárþurrku sem hjálpartæki í eldhúsinu - fyrr en núna.

Hér mætti halda að við værum að fara villigötur, því hvergi í neinni uppskriftarbók (sem við vitum til) má finna hárþurrku sem hjálpartæki í eldhúsinu - fyrr en núna.

Brownies eða brúnkur geta farið misvel í bakstri, því stundum verða þær of þurrar eða nánast hráar fyrir miðju. Það er líka ákveðin skuldbinding er við hellum okkur í slíkan bakstur, þar sem hráefnalistinn kostar sitt og því upplagt að nota afgangs súkkulaði frá páskaeggjunum, sé eitthvað eftir. Og til þess að ná fram hinu fullkomnu aðferð við að baka brúnkur, þá kemur hárblásarinn til sögu.

Eftir að hafa sett deigið í form, fíntsaxið þá mjólkursúkkulaði og stráið jafnt yfir deigið. Dragið fram hárþurrkuna og byrjið að blása. Það mun ekki skipta neinu máli hvernig baksturinn fer, því kakan mun alltaf líta vel út - með fullkomlega glansandi toppi.

Mögulega bestu brownie kökur í heimi.
Mögulega bestu brownie kökur í heimi. mbl.is/Colourbox
mbl.is