Þrista-brownie er það allra heitasta á boðstólnum

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðars á Gotteri.is á heiðurinn af þessari snilld sem sameinar ást landans á Betty Crocker og Þristum. Þetta myndi því skilgreinast sem alslemma á góðri íslensku og ekki spillir fyrir að það tekur innan við korter að búa þessa snilld til. Eini gallinn er að kakan er ávanabindandi en bragðast hreint ótrúlega með ís eða rjóma.

Guðdómlegar Þristabrúnkur

16 stykki

Brúnkur

  • 1 pakki Betty Crocker Chocolate Fudge Cake mix
  • 1 egg
  • 50 ml Isio 4-matarolía
  • 100 ml vatn
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 150 g Þristur (súkkulaði)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C og takið til ferkantað kökuform 25 x 25 cm að stærð. Gott er að klæða formið að innan með bökunarpappír og spreyja í hann matarolíuspreyi.
  2. Hrærið saman egg, vatn, olíu og bökunarkakó.
  3. Bætið kökuduftinu saman við, blandið vel og skafið niður á milli. Skerið Þristinn í smáa bita og blandið saman við kökudeigið með sleikju, hellið í formið.
  4. Bakið í 22-25 mínútur og kælið áður en þið skerið í bita.
  5. Berið fram með vanillurjóma og ferskum berjum.

Vanillurjómi

  • 400 ml rjómi
  • 3 msk. flórsykur
  • fræ úr einni vanillustöng
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í hrærivélarskálina og þeytið þar til topparnir halda sér.
  2. Berið fram með brúnkunum ásamt ferskum berjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert