Svona losnar þú við svitafýlu úr æfingarfötunum

Húsráð | 10. apríl 2023

Svona losnar þú við svitafýlu úr æfingarfötunum

Það er gott að hreyfa sig og koma blóðinu af stað, en við allan svitann sem myndast við átökin þá gefur það augaleið að við þurfum að þvo fötin okkar - því þau eru fljót að taka í sig lyktina.

Svona losnar þú við svitafýlu úr æfingarfötunum

Húsráð | 10. apríl 2023

Þessi kona er dugleg að æfa.
Þessi kona er dugleg að æfa. mbl.is/Colourbox

Það er gott að hreyfa sig og koma blóðinu af stað, en við allan svitann sem myndast við átökin þá gefur það augaleið að við þurfum að þvo fötin okkar - því þau eru fljót að taka í sig lyktina.

Það er gott að hreyfa sig og koma blóðinu af stað, en við allan svitann sem myndast við átökin þá gefur það augaleið að við þurfum að þvo fötin okkar - því þau eru fljót að taka í sig lyktina.

  • Eitt mikilvægt atriði varðandi æfingafötin okkar, er að hengja þau sem fyrst til þerris þó að við náum ekki að þvo þau strax. Alls ekki láta þau liggja í botninum á töskunni þar sem svitalyktin kemur til með að festast enn frekar í efninu.
  • Snúið fötunum á röngunni áður en þið setjið þau inn í þvottavél. Það er aragrúi af dauðum húðfrumum sem sitja innan á flíkunum okkar sem við viljum burt.
  • Passið að nota ekki of mikið af þvottaefni þó að fötin séu full af svita - því of mikið þvottaefni gerir ekkert gott. Eins eigum við alveg að sleppa mýkingarefninu.
  • Best er að þurrka flíkurnar að þvotti loknum, utandyra eða í rými þar sem loftar vel um.
mbl.is