Kim Kardashian með hlutverk í vinsælli hrollvekju

Kardashian | 11. apríl 2023

Kim Kardashian með hlutverk í vinsælli hrollvekju

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun leika hlutverk í væntanlegri þáttaröð American Horror Story ásamt leikkonunni Emmu Roberts. 

Kim Kardashian með hlutverk í vinsælli hrollvekju

Kardashian | 11. apríl 2023

Kim Kardashian fer með hlutverk í 12. seríu American Horror …
Kim Kardashian fer með hlutverk í 12. seríu American Horror Story. AFP/Michael Tran

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun leika hlutverk í væntanlegri þáttaröð American Horror Story ásamt leikkonunni Emmu Roberts. 

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun leika hlutverk í væntanlegri þáttaröð American Horror Story ásamt leikkonunni Emmu Roberts. 

Á mánudaginn deildi Kardashian–systirin kynningarstiklu fyrir 12. þáttaröð FX–seríunnar með fylgjendum sínum á Instagram. Myndbandið inniheldur stutt en leyndardómsfull skilaboð: „Emma Roberts og Kim Kardashian eru viðkvæmar,“ og hljómar draugsleg útgáfa af laginu Rock-a-bye Baby undir. 

Sjónvarpsstöðin FX staðfesti hlutverkið við tímaritið People en vildi þó ekki gefa upp frekari upplýsingar varðandi hlutverk Kardashian í þáttunum.

Sannkallað menningarafl

Meðhöfundur þáttarins, Ryan Murphy, er þó búin að deila spennu sinni yfir fréttunum. „Kim Kardashian er á meðal stærstu og skærustu sjónvarpsstjarna í heimi og við erum spennt að bjóða hana velkomna í AHS–fjölskylduna,“ sagði Murphy í yfirlýsingu við The Hollywood Reporter

„Ég og Roberts erum spennt fyrir þessu samstarfi við þetta sanna menningarafl,“ bætti hann við. „Halley Feiffer hefur skrifað skemmtilegt, stílhreint og að lokum ógnvekjandi hlutverk sérstaklega fyrir Kardashian.“

Áætlanir um það að Kardashian myndi ganga í leikarahóp American Horror Story kom saman á síðasta ári eftir að Murphy sá og var ánægður með frumraun Kardashian sem kynnir í Saturday Night Live í október 2021. 

Tólfta þáttaröð American Horror Story er byggð á væntanlegri skáldsögu Danielle Valentine, Delicate Conditions 

mbl.is