Spá því að verðbólgan verði 6,3% eftir eitt ár

Vextir á Íslandi | 17. maí 2023

Spá því að verðbólgan verði 6,3% eftir eitt ár

Markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólga verði 9,4 prósent að meðaltali á yfirstandandi fjórðungi. Þá gera þeir ráð fyrir því að verðbólga hjaðni áfram og verði 6,3% eftir eitt ár og 4,5% eftir tvö ár. Þetta er meiri verðbólga en markaðsaðilar væntu í síðustu könnun í janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans.

Spá því að verðbólgan verði 6,3% eftir eitt ár

Vextir á Íslandi | 17. maí 2023

Seðlabanki Íslands - Seðlabankinn
Seðlabanki Íslands - Seðlabankinn Morgunblaðið/Golli

Markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólga verði 9,4 prósent að meðaltali á yfirstandandi fjórðungi. Þá gera þeir ráð fyrir því að verðbólga hjaðni áfram og verði 6,3% eftir eitt ár og 4,5% eftir tvö ár. Þetta er meiri verðbólga en markaðsaðilar væntu í síðustu könnun í janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans.

Markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólga verði 9,4 prósent að meðaltali á yfirstandandi fjórðungi. Þá gera þeir ráð fyrir því að verðbólga hjaðni áfram og verði 6,3% eftir eitt ár og 4,5% eftir tvö ár. Þetta er meiri verðbólga en markaðsaðilar væntu í síðustu könnun í janúar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans.

Seðlabankinn  kannaði væntingar markaðsaðila dagana 8. til 10. maí síðastliðinn. Leitað var til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 31 aðila og var svarhlutfallið því 79 prósent.

Langtímaverðbólguvætningar markaðsaðila hækkuðu einnig milli kannana og gera þeir ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4 prósent á næstu fimm árum og 3,5 prósent á næstu tíu árum.

Vextir muni hækka um eina prósentu á fjórðungnum

Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að vextir bankans hækki um eina prósentu á yfirstandandi fjórðungi og verði 8,5 prósent. Þá búast þeir við því að meginvextir taki að lækka á fyrsta fjórðungi næsta árs og verði 8,25 prósent eftir eitt ár og 6 prósent eftir tvö ár. Þetta eru hærri vextir en markaðsaðilar bjuggust við í janúarkönnun bankans.

Að auki voru markaðsaðilar spurðir um mat þeirra á jafnvægisraunvöxtum. Þar er átt við hvaða innlenda raunvaxtastig til lengri tíma myndi leiða til þess að framleiðsla þjóðarbúsins væri í takt við langtímaframleiðslugetu og verðbólga við markmið Seðlabankans. Miðgildi svara þeirra var um 1,9 prósent og staðalfrávik 0,6 prósentur.

Þetta er í fjórða skipti sem sú spurning hefur verið lögð fyrir þátttakendur, í ágúst 2014 var miðgildi svara þeirra 3 prósent, í maí 2019 var það 1,25 prósent og í ágúst 2020 var það 1 prósent.

mbl.is