Viðskiptahalli til lengri tíma „hættuspil“

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Viðskiptahalli til lengri tíma „hættuspil“

„Mitt mat er það að það sé ekki mjög heppilegt að íslenska þjóðin sé með viðskiptahalla,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar fyrr í dag.

Viðskiptahalli til lengri tíma „hættuspil“

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Frá kynningarfundinum fyrr í dag.
Frá kynningarfundinum fyrr í dag. mbl.is/Hákon

„Mitt mat er það að það sé ekki mjög heppilegt að íslenska þjóðin sé með viðskiptahalla,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar fyrr í dag.

„Mitt mat er það að það sé ekki mjög heppilegt að íslenska þjóðin sé með viðskiptahalla,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar fyrr í dag.

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Arion banka spurði fulltrúa Seðlabankans á fundinum í dag út í mat þeirra á því hvort hagkerfi Íslands væri þannig uppbyggt að það ætti að vera með viðskiptahalla yfir löng tímabil, „eins og það er statt núna“.

Viðskiptahallinn merki um þenslu

Ásgeir segir viðskiptahallann merki um þá þenslu sem sé til staðar en það þurfi þó ekki að hafa miklar áhyggjur af hallanum. „Eitthvað af þessum halla felur ekki í sér raunverulegt flæði.“

Þórarinn G. Pétursson kvaðst sammála seðlabankastjóranum. Íslenska þjóðin væri ung og ört vaxandi, og hefði ekki alltaf algjörlegan tryggðan aðgang að erlendu fjármálamörkuðunum þegar á reyndi, líkt og kom í ljós í síðustu efnahagskreppu.

„Þannig að það getur verið hættuspil að reka þennan þjóðarbúskap með viðvarandi viðskiptahalla og skuldasöfnun við útlönd. Þetta togast svona á. Ég er sammála bankastjóranum með það að til lengdar er þetta ekki heppilegt.“

mbl.is