Mæður boða til mótmælafundar

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Mæður boða til mótmælafundar

Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB eru farnar að hafa víðtæk áhrif. Meðal þess hóps sem aðgerðirnar hafa einna mest áhrif á eru leikskólabörn og foreldrar þeirra.

Mæður boða til mótmælafundar

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Erla Þórdís Traustadóttir, Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir og Esther María Ragnarsdóttir …
Erla Þórdís Traustadóttir, Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir og Esther María Ragnarsdóttir hvetja fólk til að fjölmenna á morgun. Ljósmynd/Ívar Sæland

Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB eru farnar að hafa víðtæk áhrif. Meðal þess hóps sem aðgerðirnar hafa einna mest áhrif á eru leikskólabörn og foreldrar þeirra.

Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB eru farnar að hafa víðtæk áhrif. Meðal þess hóps sem aðgerðirnar hafa einna mest áhrif á eru leikskólabörn og foreldrar þeirra.

Mæðurnar Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir, Erla Þórdís Traustadóttir og Esther María Ragnarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera með börn á leikskólum í Hveragerði. Þær eiga það jafnframt sameiginlegt að vilja taka þátt í að styðja og hjálpa starfsfólki leikskólanna í kjarabaráttunni. Þess vegna hafa þær boðað til mótmæla, auk Birgittu Ragnarsdóttur og Indiönu Rósar Ægisdóttur.

Mótmæli í Borgartúni

Mótmælin fara fram á morgun kl. 10 fyrir utan skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni 30. Þangað hvetja þær fólk til þess að fjölmenna og „styðja við bakið á þeim sem vinna mikilvægustu störf landsins en fá misjafnlega borgað og í öllum tilfellum of lág laun,“ segir Esther María.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is