Sækir í slökun á móti öllu stuðinu

Heilsurækt | 12. desember 2023

Sækir í slökun á móti öllu stuðinu

Linda Björk Hilmarsdóttir, meðeigandi íþróttaverslunarinnar Studio Sport á Selfossi, hugsar vel um heilsuna. Svefninn er henni mikilvægur en einnig hreyfing. Þegar hún hreyfir sig er hún í þægilegum fatnaði og kýs buxur sem haldast vel uppi. 

Sækir í slökun á móti öllu stuðinu

Heilsurækt | 12. desember 2023

Linda Björk Hilmarsdóttir hreyfir sig reglulega og passar að slaka …
Linda Björk Hilmarsdóttir hreyfir sig reglulega og passar að slaka á. Ljósmynd/Aðsend

Linda Björk Hilmarsdóttir, meðeigandi íþróttaverslunarinnar Studio Sport á Selfossi, hugsar vel um heilsuna. Svefninn er henni mikilvægur en einnig hreyfing. Þegar hún hreyfir sig er hún í þægilegum fatnaði og kýs buxur sem haldast vel uppi. 

Linda Björk Hilmarsdóttir, meðeigandi íþróttaverslunarinnar Studio Sport á Selfossi, hugsar vel um heilsuna. Svefninn er henni mikilvægur en einnig hreyfing. Þegar hún hreyfir sig er hún í þægilegum fatnaði og kýs buxur sem haldast vel uppi. 

Hvernig hugsar þú um heilsuna?

„Ég hugsa vel um heilsuna, ég hreyfi mig flesta daga vikunnar ýmist í líkamsrækt, göngutúr með hundinn og eða út að leika með börnunum – eða barni þar sem unglingurinn er hættur að nenna út með okkur. 

Það sem mér þykir þó mikilvægast tengt heilsunni er svefninn og að ég fái alltaf næga hvíld. Ég er líka dugleg að hlusta á líkamann, ég veit vel hvenær ég þarf að sparka í rassinn á mér og hvenær ég hefði gott af hvíld, þó hausinn reyni stundum að rugla mig í ríminu með hundrað og einni afsökun.“

Hvernig æfir þú?

„Ég er að æfa með frábærum stelpum klukkan sex á morgnana undir handleiðslu Silju Sigríðar í World Class, hópurinn heitir GT-Silja og þar er mikið stuð flesta morgna og mjög fjölbreytt þjálfun, svo sækist ég í jóga og hugleiðslu þess á milli til þess að sækja í slökun og einveru á móti öllu stuðinu. Ég finn að hreyfing bætir bæði andlega líðan og gefur mér orku, þó ég viti þetta allt saman þá þarf ég reglulega að minna mig á það þegar það er erfitt að stíga fram úr á morgnana.“

Linda Björk Hilmarsdóttir er hrifin af sænksa merkinu Stronger. Hér …
Linda Björk Hilmarsdóttir er hrifin af sænksa merkinu Stronger. Hér er hún ásamt Lindu Rós Jóhannesdóttur sem á Studio Sport með henni. Ljósmynd/Aðsend

Í hvernig fatnaði finnst þér best að æfa?

„Ég æfi oftast í fatnaði frá ON og 2XU en er nú nýlega farin að prufa mig áfram með nýju línuna okkar STRONGER. Ég vil að fötin andi vel og límist ekki við mig, einnig vil ég að strengurinn á buxunum haldi vel að en sé ekki að þrýsta of mikið yfir magasvæðið,“ segir Linda Björk.

Linda Björk segir Studio Sport vera fyrstu verslunina í heiminum til að bjóða upp á vörur frá sænska lífstílsfatamerkinu Stronger. Hingað til hefur merkið verið selt í netverslunum í 50 löndum. 

„Stronger er vel þekkt af íslenskum konum sem hafa einungis haft möguleikann að versla vörurnar með krókaleiðum á netinu. Þetta merki, sem er hannað af konum fyrir konur, býður upp á lífsstílsföt sem henta bæði í ræktina og utan hennar," segir Linda Björk. Nokkrar vörur hafa þegar selst upp og er fimleikadeild Selfoss í upphitunarfatnaði frá Stronger. 

Ertu dugleg að æfa á aðventunni eða ertu ein af þeim sem byrjar aftur í ræktinni í janúar?

„Ég mæti á æfingar tvisvar til fimm sinnum í viku og passa mig að detta ekki alveg af lestinni í desember en gef mér þó alveg svigrúm ef þannig stendur á og fer þá meira í útiveru með fólkinu mínu,“ segir Linda Björk að lokum. 

Linda Björk er hrifin af þægilegum fatanaði og buxum sem …
Linda Björk er hrifin af þægilegum fatanaði og buxum sem haldast uppi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is