Áramótaheitið sem sérfræðingar mæla með

Heilsurækt | 5. janúar 2024

Áramótaheitið sem sérfræðingar mæla með

Samkvæmt könnun Forbes þá munu flestir einbeita sér að heilsutengdum markmiðum á þessu ári hvort sem um er að ræða þyngdartap, að bæta matarræði eða andlega heilsu.

Áramótaheitið sem sérfræðingar mæla með

Heilsurækt | 5. janúar 2024

Hjartaheilsa ætti að vera í forgangi hjá þeim sem vilja …
Hjartaheilsa ætti að vera í forgangi hjá þeim sem vilja bæta líf sitt á nýju ári. Ljósmynd/Colourbox

Samkvæmt könnun Forbes þá munu flestir einbeita sér að heilsutengdum markmiðum á þessu ári hvort sem um er að ræða þyngdartap, að bæta matarræði eða andlega heilsu.

Samkvæmt könnun Forbes þá munu flestir einbeita sér að heilsutengdum markmiðum á þessu ári hvort sem um er að ræða þyngdartap, að bæta matarræði eða andlega heilsu.

Það er hins vegar þrautin þyngri fyrir marga að viðhalda þessum lífsstílsbreytingum og flestir eiga erfitt með að halda út fyrstu þrjá mánuði ársins. Þess vegna mæla sérfræðingar með að fólk setji sér raunhæf markmið fyrir árið.

„Ef þú ert að leitast eftir áætlun sem hægt er að fara eftir allt árið um kring þá er mælt með að fólk einbeiti sér að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi,“ segir í umfjöllun CBS News.

„Hjarta- og æðasjúkdómar er eitt helsta banamein í Bandaríkjunum,“ segir hjartasérfræðingurinn William Cornell. „Því miður eru fáir meðvitaðir um hjartaheilsu sína þar til eitthvað hræðilegt á sér stað eins og til dæmis hjartaáfall eða heilablóðfall.“

Það sem styrkir hjartaheilsu:

1. Regluleg líkamsrækt

Veldu þér líkamsrækt sem þér líkar og settu þér raunhæf markmið. Fylgstu með árangrinum til þess að hvetja þig áfram. Almennt er talað um 150 mínútum af hæfilega krefjandi líkamsrækt á viku auk styrktaræfinga.

2. Borðaðu hollan mat

Rétt eins og að finna tíma til að stunda líkamsrækt þá þarf líka að finna tíma til þess að útbúa hollan og staðgóðan mat. Reyndu að skipuleggja máltíðirnar fram í tímann og undirbúðu hráefnið svo að það sé auðvelt að henda saman einhverju hollu í lok erfiðs vinnudags.

Að borða hollt gefur manni aukna orku og kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Þetta snýst ekki um að borða fullkominn mat allan tímann heldur að borða nokkuð hollan mat alla jafna. Að temja sér heilbrigðan lífsstíl sem hægt er að viðhalda út lífið. Kjöt, fiskur, grænmeti og gróft kornmeti er eitthvað sem ætti að vera á matardisknum flesta daga.

3. Fáðu góðan nætursvefn

„Enn í dag erum við ekki fyllilega meðvituð um mikilvægi góðrar svefnrútínu. Þegar góður svefn fylgir bættum heilsuvenjum þá margfaldast árangurinn. Fólk ætti að miða við sjö klukkustundum á nóttu. Svefnleysi getur haft neikvæð áhrif á blóðþrýstinginn og aukið líkur á kvíða og þunglyndi.

 

mbl.is