Vinnan kemur í veg fyrir reglulega hreyfingu

Heilsurækt | 13. janúar 2024

Vinnan kemur í veg fyrir reglulega hreyfingu

Vinnan er sögð ein helsta ástæða þess að fólk geti ekki stundað reglulega líkamsrækt eftir því sem fram kemur í könnun Strava sem greindi gögn snjallforritsins frá 120 milljón notendum.

Vinnan kemur í veg fyrir reglulega hreyfingu

Heilsurækt | 13. janúar 2024

Flestum líður betur ef þeir hreyfa sig reglulega.
Flestum líður betur ef þeir hreyfa sig reglulega. Unsplash.com/Radu

Vinnan er sögð ein helsta ástæða þess að fólk geti ekki stundað reglulega líkamsrækt eftir því sem fram kemur í könnun Strava sem greindi gögn snjallforritsins frá 120 milljón notendum.

Vinnan er sögð ein helsta ástæða þess að fólk geti ekki stundað reglulega líkamsrækt eftir því sem fram kemur í könnun Strava sem greindi gögn snjallforritsins frá 120 milljón notendum.

Um 73% notenda sögðu að vinnuskuldbindingar kæmu í veg fyrir reglulega líkamsæktariðkun. Oftast voru það vinnufundir eða áríðandi verkefni sem komu í veg fyrir að fólk kæmist í ræktina.

Stylist Magazine því saman nokkur ráð fyrir fólk sem þarf að ná betra jafnvægi á milli vinnu og líkamsræktar.

1. Bókaðu hreyfingu líkt og um vinnufund sé að ræða

Reyndu að bóka tíma í ræktinni í vinnudagbókina þína. Þá eru minni líkur á að þú bókir óvart of marga fundi yfir daginn á kostnað hreyfingar. Kosturinn við þetta er að þá sést að þú ert upptekinn á innra netinu og fólk getur ekki bókað þig á þeim tímum.

2. Hugsaðu um hreyfingu í smáum skömmtum

Þessi leið verður sífellt vinsælli og er góð leið til þess að koma inn hreyfingu þegar tíminn er af skornum skammti. Hugmyndin er sú að bæta við stuttum æfingum hér og þar yfir daginn. Það safnast saman.

3. Talaðu við yfirmanninn

Reyndu að vekja athygli við yfirmanninn hversu mikilvæg hreyfing er yfir daginn og hvort hægt sé að finna leiðir til þess að fólk geti stundað einhverja hreyfingu á vinnutíma t.d. með því að fá að mæta hálftíma síðar í vinnuna suma daga svo þú komist í morguntíma eða hætta hálftíma fyrr.

mbl.is