„Þetta þýðir að ég sé of ljót til að verða fyrir kynferðisofbeldi“

„Þetta þýðir að ég sé of ljót til að verða fyrir kynferðisofbeldi“

Blaðamaðurinn E. Jean Carroll hefur höfðað mál gegn Donald Trump á ný og fer að þessu sinni fram á meira en 10 milljónir bandaríkjadala vegna meiðyrða og ærumeiðinga hans gegn henni.

„Þetta þýðir að ég sé of ljót til að verða fyrir kynferðisofbeldi“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 17. janúar 2024

E. Jean Carroll.
E. Jean Carroll. AFP/Stephanie Keith

Blaðamaðurinn E. Jean Carroll hefur höfðað mál gegn Donald Trump á ný og fer að þessu sinni fram á meira en 10 milljónir bandaríkjadala vegna meiðyrða og ærumeiðinga hans gegn henni.

Blaðamaðurinn E. Jean Carroll hefur höfðað mál gegn Donald Trump á ný og fer að þessu sinni fram á meira en 10 milljónir bandaríkjadala vegna meiðyrða og ærumeiðinga hans gegn henni.

Caroll bar vitni fyrir dómstólum í New York í dag og segir hún Trump hafa gerst sekan um meiðyrði í kjölfar þess að hún steig fram árið 2019 og ásakaði hann um kynferðisbrot. Trump var fundinn sekur um kynferðisbrot og meiðyrði gegn henni í fyrra, en brotið átti sér stað í mátunarklefa Bergdorf-Goodman verslunarinnar í New York árið 1996.

Hefur hann síðar áfrýjað dómnum en því hafnað. Er Trump því þegar fundin sekur um glæpinn en réttarhöld sem nú fara fram munu úrskurða hversu mikið hann þurfi að greiða Carroll í skaðabætur.

„Hún er ekki mín týpa“

Trump brást við ásökunum hennar árið 2019 með orðunum: „Hún er ekki mín týpa.“

„Þetta þýðir að ég sé of ljót til að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ sagði Caroll við dómstólinn en aðspurð hvernig ummælin hefðu eyðilagt æru hennar svaraði Carroll:

„Áður var ég einfaldlega þekkt sem blaðamaður, en nú er ég þekkt sem lygari, svikari og klikkhaus,“ sagði Carrroll.

Trump fyrir utan dómstóla í New York í morgun.
Trump fyrir utan dómstóla í New York í morgun. AFP

Sagði Trump að lækka róminn 

Lögfræðiteymi Carroll kvartaði við dómara í málinu vegna háværra athugasemda Trumps um sönnunargögn málsins í þeim tilgangi að hafa áhrif á kviðdómendur. 

Bað dómarinn Trump í kjölfarið um að lækka raust sína þegar hann ræddi við lögfræðiteymi sitt.

„Herra Trump þú hefur rétt á að vera viðstaddur... þeim rétti er hægt að svipta þig,“ sagði dómarinn og bætti við „þú vilt eflaust að ég geri það.“

„Ég myndi elska það,“ svaraði Trump.

mbl.is