Spá því að verðbólgan lækki í 6,1%

Vextir á Íslandi | 15. febrúar 2024

Spá því að verðbólgan lækki í 6,1%

Íslandsbanki og Landsbankinn spá áframhaldandi hjöðnun í febrúar, en bankanir spá því að verðbólgan fari úr 6,7% í 6,1%. 

Spá því að verðbólgan lækki í 6,1%

Vextir á Íslandi | 15. febrúar 2024

Verðbólgan er að trappa sig niður að mati greiningadeilda bankanna.
Verðbólgan er að trappa sig niður að mati greiningadeilda bankanna. Ljósmynd/Colourbox

Íslandsbanki og Landsbankinn spá áframhaldandi hjöðnun í febrúar, en bankanir spá því að verðbólgan fari úr 6,7% í 6,1%. 

Íslandsbanki og Landsbankinn spá áframhaldandi hjöðnun í febrúar, en bankanir spá því að verðbólgan fari úr 6,7% í 6,1%. 

Samkvæmt Íslandsbanka mun mun verðbólga halda áfram að hjaðna í febrúar og á næstu fjórðungum.

„Hjöðnunin verður mjög hröð á allra næstu mánuðum. Verðbólga mun hins vegar ekki ná verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstu árum samkvæmt langtímaspá okkar, en verður þó ansi nálægt markmiðinu árið 2026,“ segir greining bankans. 

Landsbankinn tekur í svipaðan streng og spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%.

„Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir,“ segir í greiningu bankans. 

mbl.is