Sýndi af sér ógnandi hegðun á bráðamóttöku

Poppkúltúr | 16. febrúar 2024

Sýndi af sér ógnandi hegðun á bráðamóttöku

Bandaríski leikarinn Austin North, þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Outer Banks, var handtekinn á þriðjudagskvöldið, grunaður um líkamsárás á bráðamóttöku á sjúkrahúsi í Las Vegas. Slúðurmiðillinn TMZ vakti fyrst athygli á málinu. 

Sýndi af sér ógnandi hegðun á bráðamóttöku

Poppkúltúr | 16. febrúar 2024

Austin North hefur verið vinsæll í þáttaseríunni Outer Banks.
Austin North hefur verið vinsæll í þáttaseríunni Outer Banks. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Austin North, þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Outer Banks, var handtekinn á þriðjudagskvöldið, grunaður um líkamsárás á bráðamóttöku á sjúkrahúsi í Las Vegas. Slúðurmiðillinn TMZ vakti fyrst athygli á málinu. 

Bandaríski leikarinn Austin North, þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Outer Banks, var handtekinn á þriðjudagskvöldið, grunaður um líkamsárás á bráðamóttöku á sjúkrahúsi í Las Vegas. Slúðurmiðillinn TMZ vakti fyrst athygli á málinu. 

Starfsfólk bráðamóttökunnar óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem sýndi af sér ógnandi hegðun. North, 27 ára, á að hafa ráðist að hjúkrunarfólki þegar hann gekkst undir læknisskoðun. Er hann sagður hafa kýlt hjúkrunarfræðing í höfuðið og skellt öðrum utan í borð í skoðunarherbergi.

Ólaður við sjúkrarúm

North var í kjölfarið ólaður við sjúkrarúm af öryggisvörðum þar til lögregla mætti á vettvang. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu en hefur nú verið sleppt. 

Leikarinn hefur þegar beðist afsökunar á atvikinu og birti afsökunarbeiðni á Instagram Story. Þar sagðist hann hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu. North var ekki undir áhrifum áfengis né fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. 

„Ég er í miklu uppnámi vegna atburðanna sem áttu sér stað í Las Vegas fyrr í vikunni. Vinur minn keyrði mig á sjúkrahúsið þar sem hann taldi að ég væri að fá hjartaáfall,“ skrifaði North meðal annars.

mbl.is